Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Qupperneq 105
EFEMERÍÐES EÐA MYNDSÁLIR
- og beint fyrir neðan önnur gerð:
Ofþrúðar ekkjur
Og einhver ráðherra
að telja peninga hástöfum
í útvarpinu.
Það fer því ekki á milli mála að það eru ekkjumar með hægðateppuna
sem verða að hinum alprúðu ekkjum kvæðisins, enda segir um þær að
þær séu „liðnar út úr nýdreymdum draumi“. Hhtt er svo auðvitað jafnrétt
að seinna geta þær tekið hamskiptum og breyst í aðrar ekkjur eða aðrar
konur, enda em myndbreytingar ein af aðferðum kvæðisins. (Það er at-
hyglisvert að Sigfús notar drauma sína í fleiri kvæðum frá svipuðum tíma,
eða gefur þeim að mirmsta kosti form draums, sbr. prósaljóðin tvö um þá
Jón Helgason prófessor og Halldór Kiljan Laxness í Og hugleiða tteina)
Að dómi þriggja vina minna sem fróð eru um íslenskar bókmenntir
gætu þama verið komnar ekkjur þær sem Sighvatur skáld yrkir um í
Austurfararvísum sínum („Ut munu ekkjur Kta / allsnúðula prúðar“), og
víst er um það að Sigfus las mikið íslenskar fornbókmenntir meðan hann
vann að þýðingunni á Perse og skrifaði hjá sér dæmi um góðan stíl og
skemmtileg orð. Síðan virðist draumurinn á einhvem óútskýrðan hátt
tengjast stað í Veraldarsögu þar sem segir: „Þó henti Salómon mikla
óhamingju í elli sinni af eftirlætislífi við heiðnar konur þær er hann unni
of mikið.“10 Vel má hugsa sér að þarna sé vísað til fleiri ekkna, þó hug-
renningatengslin séu ekki ljós. En reyndar er ástæðulaust að hugsa ein-
göngu um ekkjur í nútímamerkingu orðsins, því í fornu skáldskaparmáli
var ekkja kvenheiti, ekkja gat þýtt kona.
Og óneitanlega svipar ekkjunum til margra þeirra kvenna sem farið
höfðu dagslóðir um hug Sigfúsar að því er lesa má í ljóðum hans. Við
minnumst kvennaxma í Arles sem em „heiðnar áreiðanlega innst inni“,u
eða þá ‘ófresku kvennanna’, fornra og ungra, sem stundum sáust á kross-
götum,12 eða „hinna óviðjafhanlegu kvenna“ sem hinn dauði í „Öðra
bjartsýnisljóði“ „unni kvikur en þekkti ekki nema af afspum“.13
En skoðum nú kvæðið há aðeins öðm sjónarhorni.
10 Sturlunga saga ■ Skýringar ogfræði, ritstj- Ömólfur Thorsson, Svart á hvítu 1988, bls.
29.
11 Sigfus Daðason: Provence íendursýn (4), Goðorð 1992, bls. 12.
12 Sigfus Daðason: Og hugleiða steina, Forlagið 1997, bls. 16.
13 Sigfús Daðason: Fá ein Ijóð, Helgafell 1977, bls. 31.
103