Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 107
EFEMERÍÐES EÐA MYNDSÁLIR
notuð til útilokunar, en að mörgu leyti kemur hún einkar vel heim við
„Myndsálir“, sbr. það sem sagt er um tíma dags (morgun), um félagslegt
og andlegt ástand draummannsins, um hinar tvær raddir verksins:
Dreymandans sem staddur er í draumsýninni miðri og hins fullveðja
skálds sem yrkir um draumsýnina eftirá. Sú umgjörð sem þetta tvöfalda
sjónarhorn skapar veitir aukið frelsi og gefur færi á hugleiðingu. Ekki er
úr vegi að bæta við tvennu sem gjarna einkennir bókmenntagreinina:
Verkin eru oft sjálfsævisöguleg (það á einnig við um „Myndsálir", sbr.
upphaflegt heiti kvæðisins: „Efemeríðes eða: Myndsálir" en grísk-
latneska orðið efemeríðes þýðir eins og áður segir dagbækur); og þau hafa
oft allegóríska merkingu, eða höfðu það að minnsta kosti á miðöldum,
blómatíma allegórítmnar. Um hugsanlega tdlvist slíkrar merkingar í
„Myndsálum“ fjalla ég síðar.16 Dæmi um leiðslubókmenntir eru meðal
annars Gleðileikurinn guðdómlegi, Sólarljóð, og Finnegans Wake.
Upphaf „Myndsálna“ leiðir hugann að frægasta leiðslukvæði sem ort
hefur verið, Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante Alighieri, eða nánar til-
tekið að fyrsta hluta þess, Inferno eða Víti. Eg hygg að í „Myndsálum“
gæti áhrifa frá Infemo - eða, skulum við segja, að greina megi í þeim
bergmál þaðan. I fyrstu kviðu Vítis segir frá því að söguhetjan, pílagrím-
urinn Dante, vaknar snemma morguns í myrkum skógi og hefur týnt
hinum beina vegi. Margt á síðan eftir að bera fýrir augu á vegferð hans
um Víti, Hreinsunarfjallið og Paradís. Eitt og annað á þeirri leið minnir
á „Myndsálir", einkum líklega í upphafs- og lokakviðu Infemos og hinum
langa bálki um áttunda hring vítis (XVIII. til XXX. kviðu). Varla er þó
rétt að gera mikið úr skyldleika kvæðarma umfram þau líkindi sem í ljóð-
tegundinni eru fólgin, og almennt er víst ráðlegt að hafa rakhníf
Ockhams við höndina ef ímyndunarveikin skyldi sækja á við lestur bóka.
Flest er vitaskuld ólíkt með kvæðunum - hvernig ætti annað að vera? -
hátt í sjö aldir skilja þau að í tíma, þau eru mjög misjöfh að lengd, og er-
indi skáldanna með kvæðum sínum má heita ósammælanlegt.
Þannig eru söguhetjur kvæðanna harla ólíkar, þótt báðar séu reyndar
skáld. Um söguhetju „Myndsálna“ segir til dæmis, að hann „bölvar og
formælir / sjálfum sér heiminum og Guði“, en slíkt er að sjálfsögðu eins
fjarlægt pílagrímnum í Inferno og verða má. Söguhetja „Myndsálna“ er
heiðingi sem sér ‘ódáinsengin’ sem takmark sitt að jarðlífinu loknu en
pílagrímurinn Dante leitar uppi paradís kristinna manna og finnur hana.
16 Eg nota orðið allegórískur í þröngum skilningi, um ‘falda merkingu’ í texta.
io5