Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Side 108
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
„Myndsálir“ hafa ekki heldur uppbyggilegan tilgang eins og oftast var
um leiðslubókmenntir. Og sýnirnar í kvæðinu eru auðvitað að mestu úr
íslensku umhverfi.17
Eg hef hinsvegar nokkra löngun til að tengja torfærumar sem verða
munu á vegi söguhetjunnar í ,„Myndsálum“ á leið hans til ódáinsengjanna -
„illukeldur og rotin dý“ heita þær í kvæðinu - ég hneigist til að tengja þær
við ‘illugryfjur’ þær (Malebolge á ítölsku) tíu að tölu sem Dante og Virgill
leiðsögumaður hans þurfa að fara yfir á leið sinni um áttunda hring vítis, þar
sem svikulir og undirförulir menn af ýmsu tagi, flagarar, smjaðurtungur, ill-
ir ráðgjafar og þvíumlíkir eiga sér ból. I þriðju bolgia þess hrings mun um
síðir koma helsti andstæðingur Dantes, Bonifasíus páfi VIII., sem kom því
til leiðar að Dante var gerður útlægur úr ættborg sinni. - Orðið ‘illukeldur’
er þó ekki nýsmíð Sigfúsar, sbr. orðalistann hér að ffaman.
Astandi sjáandans í „Myndsálum“ svipar einnig til lýsingar Dantes á
líðan sinni í lokakviðunni þegar hann er staddur neðst í víti, í iðrum jarð-
ar miðjum, þar sem Lúsífer með kjafta þrjá hefst við. Þess iná geta að í
eintaki sínu af Inferno hafði Sigfús merkt við þennan stað eins og reynd-
ar marga staði aðra:
Com’io divenni allor gelato e fioco,
nol dimandar, lettor, ch’i’ non lo scrivo,
perö ch’ogni parlar sarebbe poco.
Io non mori’, e non rimasi vivo:
pensa oggimai per te, s’hai fior d’ingegno
qual io divenni, d’uno e d’altro privo. (Inf. XXXIV, 22-27)
(Spyrðu mig ekki, lesari góður, hvernig mér leið, dofnum af
kulda og máttförnum, ég get ekki lýst því, öll orð kæmu fýrir
lítið. Eg dó ekki og var þó ekki lengur lifandi. Reyndu sjálfur,
ef þú átt eitthvert ímyndunarafl til, að gera þér í hugarlund
hvernig mér leið, sviptum bæði lífi og dauða. - Þýð. ÞÞ)
Hugsanlega ber að skoða bæði þessi dæmi sem hliðstæður er af bók-
menntagreininni leiði fremur en að þarna sé um beinar kveikjur að ræða.
Ein Ijóðlína í „Myndsálum“ kynni að gefa vísbendingu um hvernig sam-
bandinu er háttað, það er línan „funuð sígrænka í hugskotinu“, en svo er
einmitt tekið til orða um þann mann sem vaknar í upphafi „Myndsálna“.
17 Við þetta er svo einungis því að bæta að einnig andstæður geta verið vísbendingar
um textatengsl.
IOÓ