Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Qupperneq 110
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
biskuparnir og landsfeðurnir eru væmkærir og eilítið staðnaðir („kunnu
að meta / makindi og spekt“). Hópunum tdrðist stillt upp sem andstæð-
um („Afskiptalausar myndsálir. // En framliðnir merakóngar [...] Ogþeir
sem kunnu að meta ...“). Ekki virðist árennilegt í fljótu bragði að grafast
fyrir um ákveðna menn að baki persónum þessa kvæðishluta, hann lifir
enda ágædega án þess, í dulúð og nokkrum fjarska. Þó fer ekki hjá því,
þegar kemur að ‘landsfeðrum í kreppu’, og reyndar ‘ljóðbiskupunum’
líka, að spæjarinn komi upp í manni; nánar um það síðar.
m. hluti. Þegar hér er komið í kvæðinu - í þriðja og enn frekar í
íjórða hluta þess - fer lesanda að gruna að kvæðið fjalli öðrum þræði að
minnsta kosti um ákveðna hluti sem tengjast starfi Sigfúsar og vinnustað.
I upphafi þriðja hluta er greinilega verið að fjalla um bókaútgáfu og
ágreining í sambandi við útgáfustefnu. Kvæðið „Myndsálir“ er sumsé
ekki allt þar sem það er séð. Eg minntist á að það einkenndi mörg
leiðslukvæði að þau væru allegórísk, meintu annað samhliða þfi sem þau
segðu beinum orðum. Og nú kemur í ljós að „Myndsálir“ má einnig lesa
sem poéme a clé eða lykilljóð um tiltekna menn og ákveðna atburði í lífi
Sigúsar, nánar tiltekið um síðasta skeið hans hjá Máli og menningu,
líklega einkum sumarið og haustið 1974, og þá leiksýningu sem ég kýs að
kalla svo sem þá var sett á svið tál að losa forlagið við Sigfús. Nokkrar
helstu persónur í þeim ærslaleik voru, auk Sigfúsar sjálfs, Magnús
Kjartansson iðnaðarráðherra Alþýðubandalagsins 1971-74 („nokkuðsvo
voldug[ur] ráðherra [...] hróðugur alsæll og ábyrgðarfullur“), Þorleifur
Einarsson jarðfræðingur sem varð formaður Máls og menningar haustið
1974 („torkennileg rödd alla leið úr iðrum jarðar“) og Þröstur Ólafsson
hagfræðingur sem verið hafði sérfræðingur í iðnaðarráðuneytinu í ráð-
herratíð Magnúsar en varð ffamkvæmdastjóri Máls og menningar þetta
sama haust („farfugla-félagslegur maður [...] peningaskyggn pníður“).20
og munaðargjarnt, að framan í mannsmynd, en búkurinn frá naflastað hestur. Það
er riddarinn, sem orðinn er samvaxinn hesti sínum." Jón Gíslason: Goðafi'æði Giikkja
og Rómveija, Isafoldarprentsmiðja 1944, bls. 218.
20 I minningargrein um Þorleif Einarsson í Mbl. 1. apríl 1999 segir Þröstur frá áætl-
uninni um að steypa Sigfúsi, og að þeir Þorleifur hafi komið í því skyni á fund
Magnúsar Kjartanssonar í iðnaðarráðuneytinu 1974. „Bankastjórar höfðu tjáð
Magnúsi að þeir sæju engin önnur ráð en loka Máli og menningu vegna mikiila van-
skila. Hann hafði kallað á Þorleif, Olaf R. Einarsson, sem nú er látinn, og mig til að
gera okkur ábyrga fyrir félaginu, hrinda í framkvæmd nauðsynlegum breytingum og
koma í veg fyrir endanlega lokun þess. Verkaskipting og aðgerðaáætlun var ákveðin
og skyldi Þorleifur taka að sér stjórnarformennsku en mig skyldi ráða sem fram-
108