Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 119
EFEMERÍÐES EÐA MYNDSÁLIR
Niðurstaða
Kvæðið „Myndsálir“ fjallar um skáld og bókmenntamann sem vaknar
árla morgtms illa til reika, um sýnir skáldsins og hugsanir og þann ytri
veruleika sem skáldið býr við. Það er í annan stað spé - með alvarlegum
undirtón þó - um snörp átök sem urðu um stjórn Máls og menningar og
útgáfustefnu þess félags. Tími kvæðisins er sumarið og haustið 1974, í
því má greina endalok ríkisstjómar Olafs Jóhannessonar og aðdraganda
hallarbyltingarinnar í Máh og menningu. Öðmm þræði er það því ‘lyk-
ilkvæði’, poéme a clé, þó vitnisburður þess einskorðist ekki við eitt afmark-
að dæmi. Umgjörð kvæðisins er hinsvegar leiðsla svokölluð, en leiðslu-
kvæði em kunn grein bókmennta og Gleðileikurinn guðdómlegi eftir
Dante Ahghieri þeirra frægast. I samræmi við það er megin-skáldskapar-
aðferð kvæðisins, það byggist á furðulegum sýnum og myndbreytingum
sem gera það dulúðugt og torráðið. Kvæðið er ort 1989-90, það lítur á
liðna atburði úr hálfs annars áratugs fjarska og sér þá í skoplegu ljósi.
Skopið er af þeirri gerð sem Sigfús kallaði á einum stað „hinn undir-
furðulega, hinn andríka, hinn þróttmikla“ húmor.33
Þeim Astráði Eysteinssyni, Elíasi Mar, Guðnýju Yri Jónsdótt-
ur, Kjartani Olafssyni, Kristjáni Amasyni, Pétri Þorsteinssyni,
Silju Aðalsteinsdóttur og Þorsteini Gylfasyni sem lásu greinina
á einhverju stigi, þakka ég góðar ábendingar.
33 í umsögn sinni um Sjörtafakverið eftír Halldór Laxness (Sigfús Daðason 2000, bls.
116-17).