Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 126
ÞORGERÐUR E. SIGURÐARDÓTTIR
Sagan af sjóreknu píanóunum: Þaö að segja fi'á einhveijn sem
manni finnst göldrum líkast eyðir því ekki, heldur magnar það
upp ...
Sagan af sjóreknu píanóunum er nýjasta skáldsaga Guðrúnar Evu, og kom
hún út fyrir síðustu jól. Eins og í fyrri bókum sínum tekst Guðrún Eva á
við skáldsöguformið og veltir fyrir sér mörkum skáldskapar og veruleika.
Glíman við formið er í öndvegi eins og áður, Sagan afsjóreknu píanóun-
um er fjölskyldusaga, eins og Albúm, en á þó meira sameiginlegt með
skáldsögunni Fyrirlestur um hamingjuna, sem kom út árið 2000. I báðum
skáldsögunum er sagan sögð frá sjónarhóli tveggja persóna. I Fyrirlestri
um bamingjuna tekur dóttir við af föður sínum, þegar kemur að því að
leiða frásögnina, en í Sögunni afsjóreknu píanóunum er sagan í raun sögð
tvisvar, þ.e. Kolbeinn og Sólveig segja sögur sínar sem spanna um það bil
sama tímabibð og skarast annað veifið. Þannig fást stundum ólík sjónar-
hom á sömu atburðina, og ýmis óleyst og óútskýrð mál úr ffásögn Kol-
beins em sýnd í nýju ljósi í frásögn Sólveigar og þannig getur lesandinn
smám saman raðað atburðum saman.
Kolbeinn er sem sagt fyrri tdl, og segir söguna af sjálfum sér og fjöl-
skyldu sinni. Móðir hans deyr þegar hann er tmgur og elst hann upp í
Breiðholtinu hjá föður sínum. Það er sagt frá fyrstu kynnum hans af Sól-
veigu þegar þau em börn, vera hans í sveitinni, tihastarkreppu á pönk-
tímabilinu, alvarlegum veikindum, óvæntri frægð föðurins og þannig
mætti áfram telja. Kolbeinn lærir lögfræði og fer að vinna fyrir neðan-
jarðarsamfélag stjórnleysingja, hann ffamfleytir sér í náminu með því að
kenna börnum þeirra sem em ekki til samkvæmt þjóðskrá og geta því
ekki sótt hefðbundna skóla.
Eins og fyrr segir kynnast Kolbeinn og Sólveig sem börn, en Kolbeinn
er í sveit hjá foreldmm Sólveigar. Sólveig elst upp á Húsavík, en er send
í fiskvinnu í annað pláss þegar upp kemst um að hún á í ástarsambandi
við píanókennarann sinn, ffægan virtúósa að sunnan. Þar verður hún fyr-
ir þeirri ógæfu að drekka tréspíra, með þeim afleiðingum að hún missir
sjónina. Hún flytur til Reykjavíkur, þar sem hún lærir svæðanudd, kyxmi
þeirra Kolbeins endurnýjast og úr verður ástarsamband. Hún heldur allt-
af sambandi við virtúósann og býr í fyrstu hjá systrum hans efdr að hún
kemur í bæinn, en af þessu veit Kolbeinn ekki, eins og kemur ffam í sögu
Sólveigar.
124