Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Qupperneq 129
SANNLEIKURINMI SKALDSKAPNUM
sami. Það er tekist á mjög meðvitaðan hátt á við listina að segja sögu í
þessar bók, og setja þessi átök mark sitt á bókina. Sagan af sjóreknu
píanóunum heldur ólíkum þáttum skáldsögunnar saman, hún tengir
saman hugmyndir um raunveruleikann og eðli skáldskaparins, eins og
hvíslið í píanóunum tengir saman vinstra og hægra heilahvel til að mynda
áður óþekkta heild.
Sagan af sjóreknu píanóunum er lík Fyrirlestri um hammgjuna og Albiimi
að því leyti að höfundurinn velur sér þrönga, afmarkaða tímaramma til
að vinna úr, þetta er þó gert með ólíkum hættd í þessum skáldsögum. Sög-
unni um sjóreknu píanóin er skipt niður í tímabil sem eru nákvæmlega nið-
umjörvuð með tímasetningum, fyrsti hluti sögu Kolbeins „Sagan af sjó-
reknu píanóunum11 hefst í janúar 1950 og stendur til ágúst 1970, en fyrsti
hlutinn í sögu Sólveigar „Hálfsögð er saga ef einn segir frá“ hefst í júlí
1949 og lýkur í desember 1969 og þar fram eftdr götunum. Saga persón-
anna er þannig afmörkuð og ákveðin tímabil tekin fyrir. Ekki er gengið
út frá sömu dagsetningum í sögunum tveimur sem skáldsagan inniheld-
ur, en tímabilin skarast þó nokkuð. Þessi skipting lítur þannig út fyrir að
vera markvissari hér en íAlbúmi, þar sem minningabrotin virðast tilvilj-
anakennd, a.m.k. við fyrstu sýn. Hér eru ákveðin tímabil tekin fyrir, sum-
part Hrðast þau afmarkast af mikilvægum atburðum í lífi persónanna, en
öðrum þræði virðást þau tilviljunum háð, eins og gripið sé niður í sögu
af hendingu einni saman.
Báðar þessar túlkanir eiga rétt á sér, og vinna í raun ágætlega saman.
Stundum er eins og sögur persónanna hafi verið margsagðar, eins og
sögumaðurinn hafi sagt þær nægilega oft til að ná fram aðalatriðum, bæta
við og ýkja eftir því sem honum finnst við eiga, og draga úr til einföld-
unar. Persónumar eru þannig kannski örlítið sérkennilegri en „fólk er
flest“, atburðir og athafhir eru aðeins á skjön við heim verksins, sem er í
raun og veru byggður upp á fremur raunsæislegum lýsingum og hug-
myndum. Lesandinn fær á tilfinninguna að fært hafi verið í stílinn, án
þess að geta endilega bent á ákveðnar staðreyndir í því efni. Samkvæmt
þessu væru allar breytingar frá ímynduðum raunveruleika úthugsaðar og
textinn sfipaður markvisst til með því að handleika hann oft og endurtek-
ið. Hins vegar grípur svo tilviljunin inn í, en hún er eitt af meginþemum
bókarirmar. Þar er lögð áhersla á það tilviljanakennda í lífi persónanna,
sem tengjast iðulega tilviljunarkenndum böndum og Kfshlaup þeirra
markast oft ekki síst af röð tilviljana en afleiðingum áætlana þeirra og
I27