Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 135
KANTARABORGARSÖGUR ERLINGS E. HALLDÓRSSONAR
orð um Chaucer“, bls. 386-393) gerir Erlingur í stuttu máh grein fyrir
menntun og æviferli höfundar og einstökum verkum hans. Þar kemur og
íram að þýðingin er byggð á útgáfu A. C. Cawleys frá 1958.2 Þessi útgáfa
er vel þekkt og birtist á sínum tíma í ritröðinni Everyman’s Library. Þetta
er aðgengileg lesútgáfa; en veitir nánast engar skýringar á einstökum at-
riðum í texta, og ekki fylgir orðasafii. En fyrir tæplega hálfri öld hafði
þessi útgáfa það fram yfir hinar fræðilegu (t.d. útgáfur þeirra Robinsons
og Donaldsons3) að orðskýringar voru bæði tdl hhðar við einstakar línur
og neðaxunáls á hverri síðu, svo að lesendur þurftu ekki að berjast við að
fletta upp einstökum orðum í orðasöfnum án þess að vita almennilega
hvaða merking ætti við hverju sinni. Með nýlegri fræðilegri heildarút-
gáfu Larry D. Bensons á verkum Chaucers frá 1987 (The Riverside Chanc-
er) varð bók Cawleys hins vegar að mestu úrelt.4 Að vísu er textd Elles-
mere-handritsins lagður til grundvallar í báðum þessum verkum, en um
skýringar og fræði tekur Riverside-útgáfan bók Cawleys langt fram að
öllu leyti. Mér finnst rétt að hnykkja á þessu atriði vegna þess að vilji
fróðleiksfús lesandi bera þýðingu Erlings saman við frumtextann er hon-
um lítdll greiði gerður með þessari tilvísun í bók Cawleys, og hvergi kem-
ur fram að Erlingur þekki Riverside-útgáfuna.
I þessum efdrmála Erlings er einnig að finna ýmsar skýringar á ein-
stökum Kantaraborgarsögum og kvæðabálkinum í heild, og eru sumar
þeirra heldur hæpnar. Þannig er mállýska Chaucers (bls. 393) sögð vera
ættuð úr Miðhéruðum Englands (The Midlands), en réttara er að kenna
hana við Lundúnir. Um „Sögu Konunnar frá Bath“ - sem Erlingur telur
réttdlega að sé ein „sérstæðasta og eftirminnilegasta persónan í sagna-
bálki Chaucers“ (bls. 391) - er gefið í skyn að fræðimenn séu almennt
sammála um að þessi saga sameini huldusögur (lai), klúðursögur (prob-
lem tales) og kersknisögur5 (fabliau). Eg kannast ekki við að þetta sé við-
tekin túlkun á sögunni.
2 Sjá Geoffrey Chaucer: The Canterbury Tales, edited with an introduction by A. C.
Cawley. London: J. M. Dent, 1958.
3 Sjá F. N. Robinson (útg.): The Works of Geojfrey Chaucer, 2. útg., Boston: Houghton
Mifflin Company, 1957 og E. T. Donaldson (útg.): Chaucer’s Poetry - An Anthology
for the Modem Reader. New York: The Ronald Press Company, 1958.
4 Sjá Larry D. Benson (útg.): The Riverside Chaucer. Boston: Houghton Miffhn
Company, 1987.
Þessi þýðing Erlings á hugtakinu „fabliau" skýrir eðh þess aðeins að hluta. Um nán-
ari skilgremingar á þessari grein bókmennta má vísa til rits Jakobs Benediktssonar:
U3