Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Side 137
KANTARABORGARSÖGUR ERLINGS E. HALLDÓRSSONAR
síðustu aldar. Líklega hafa fáir enskir höfundar sótt meira tíl annarra en
einmitt hann.8
Erlingur velur þá leið að þýða Kantaraborgarsögumar í óbundnu máli.
Að sjálfsögðu eru fræg fordæmi fyrir því í íslensku að ljóðum sé snúið í
prósa, og má þar nefna t.d. þýðingar Sveinbjörns Egilssonar á Kviðum
Hómers og nýlega þýðingu Hauks Hannessonar á Eneasarkviðu. Engu að
síður finnst mér það harðhent vinnubrögð að þýða ljóð Chaucers á þenn-
an hátt, og ekld þarf að fara mörgum orðum um alls kyns blæbrigði og
túlkunarmöguleika sem glatast í þýðingu í óbundnu máli.9 Eg get ekki
stillt mig run að nefna tvö dæmi. Hið fyrra er tekið úr „Sögu Riddarans“
þar sem hinni undurfögru Emelíu er óbeint jafnað við sólina sjálfa:
The thridde houre inequal that Palamon
Began to Venus temple for to gon,
Up roos the sonne, and up roos Emelye
And to the temple of Dyane gan hye.
í þýðingu Erhngs snýr hann þessum fallegu ljóðlínum svo (bls. 44):
„Þrem stundum síðar en Palamon hélt út í musteri Venusar kom sólin
upp, og þá reis Emelía á fætur og skundaði út að musteri Díönu“. Hér er
samlíkingin með öllu horfin og þar með hluti af fegurð stúlkunnar.
Seinna dæmið er úr „Formála“ hinnar ofurmálglöðu Konu frá Bath. Hér
er hún nýbúin að grípa fram í fyrir sjálfri sér og missa þráðinn í ffásögn-
inni:
But now, sire, lat me se what I shal seyn.
A ha! By God, I have my tale ageyn.
Þessar meinfyndnu línur verða æði flatneskjulegar í óbundnu máli (bls.
119): „En nú, herrar mínir, látum okkur sjá - hvað ég ætlaði að segja?
Æjá, þar hef ég það - ég týndi þræðinum“. I prósaþýðingu glatast þannig
að vonum margt, og ætla mætti að þýðandi hefði einhver orð um það
hvers vegna hann velur þessa leið, en svo er ekki. Þessi þögn er þeim mun
8 Þessi staðreynd blasir hvarvetna við ef gluggað er í skýringar við einstakar sögur í
Riverside-útgáfunni (bls. 795-965). Sjá einnig Helen Cooper: Oxford Guides to
Chaucer, The Canterbtiry Tales. Oxford: Oxford University Press, 1989.
9 Þess ber þó að geta að einstaka sinnum víkur Erlingur þó frá þessari aðferð og held-
ur sig við ljóðformið - eins og t.d. í „Eftirmála Chaucers við Sögu Skólamannsins“
- og þá kemur í ljós að hann hefur prýðilegt vald á bragarháttum skáldsins.
135