Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 141
KANTARABORGARSÖGUR ERLINGS E. HALLDÓRSSONAR
rente and lond / Of any lord that is in Engelond, / To make him lyve by
his propre good / In honour dettelees (but if he were wood), / Or lyve as
scarsly as hym list desire; / And able for to helpen al a shire / In any ca-
as that myghte falle or happe.“ Með öðrum orðum, væri aðalsmaðurinn
ekki snargalinn (,,wood“) gat hann lifað rausnarlega („in honour“) skuld-
laus á tekjum sínum eða eins sparlega (,,scarsly“) og honum sýndist og þá
hjálpað sýslungum sínum ef eitthvert óvænt áfall (,,caas“) riði yfir.
Einnig verða mistök í lýsingu Stefnuvottsins. Þar segir svo (bls.16):
„Fyrir fjórðung af víni leyfði hann hvaða prestsbjálfa sem var að doska
ástkonu sína í heilt ár, og fyrirgaf honum að fullu“. I frumtexta er samt
enginn „prestbjálfi“ heldur er viðskiptavinur Stefhuvottsins nefhdur
„good felawe“. Þótt orðin sjálf þýði ekki annað en „góðkunningi“, notar
Chaucer (og fleiri miðenskir höfundar) þau í heldur niðrandi merkingu,
líkt og oft er talað um „góðkunningja lögreglunnar“. Þessi tilvísun í vafa-
sama góðkunningja er enn við lýði í ensku, sbr. heitið á kvikmynd Mart-
ins Scorseses GoodFellas um mafíósann Henry Hill.
Loks eru þær leikreglur sem Gestgjafinn setur um sagnakeppnina sem
nú fer í hönd ekki þýddar af mikilli nákvæmni. I þýðingu Erlings (bls. 19)
segir að vinningurinn skuli falla þeim í skaut sem „spinnur upp þá sögu
sem er mest upplýsandi og skemmtilegust“. I texta Chaucers er rætt um
sögur fremur en sögu: „Tales of best sentence and moost solaas“. „Sol-
aas“ merkir hér réttdlega skemmtun, en „sentence“ á ekkert skylt við
upplýsingu; orðið þýðir „merking“ eða „gildi“. Þannig gerir Gestgjafinn
því skóna að pílagrímamir geti valið milli þess að segja skemmtisögur eða
sögur sem einkennast af meiri alvöm, og sú verður líka raunin.
Og þá ögn að mannanöfhum. I þýðingu sinni lagar Erlingur víða nafn-
gifdr Chaucers að íslensku máli með því að beygja þær með venjulegum
endingum (t.d. Wade - Wades, Trophee - Trófeifur o.s.frv.) eða íslensk-
ar þær með öllu (Chaunticleer - Klárasöngvir, Justinus - Ráðsvinnur).
Mér finnst hins vegar heldur langt gengið í þessari viðleitni þegar Jack
Straw - einn af forsprökkum frægrar bændauppreisnar sem gerð var á
Englandi 1381 - er kynntur sem Jakki Strá („Saga Prests Nunnunnar“,
bls. 303 og 380). Hætt er við að alnafna hans og utanríkisráðherra Tony
Blairs væri ekki skemmt við þessar aðfarir. Þá virðist Erlingur í basli með
viðurnefnið „hende“, lykilorð sem notað er um stúdentinn fjömga, Nik-
ulás, alls 10 sinnum í „Sögu Malarans“ og „Inngangi að Sögu Ráðs-
mannsins“. Hann er í þýðingunni ýmist kallaður „Nikki peni“ (bls. 61,
09