Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 154
ARTHUR C. DANTO
Rúm Rauschenbergs hangir á vegg og er málað með ósköp venjulegri
innanhússmálningu. Rúm Oldenburgs er trapizulaga, mjórra í annan
endann, og hefur það sem kalla mættd innbyggt perspektíf: tilvahð fyrir
hul svefnherbergi. Miðað við að þetta séu rúm þá seljast þau á ótrúlega
háu verði, en það væri hægt að sofa í þeim: Rauschenberg hefur sagst ótt-
ast að einhver Idifri einfaldlega upp í rúmið og sofni þar. Hugsið ykkur
nú einhvem Testadura - einfaldan þverhaus - sem áttar sig ekki á því að
þetta em listaverk og heldur að hér sé sjálfur raunveruleikinn á ferðinni.
Hann eignar málninguna á rúmi Rauschenbergs hroðvirkni eigandans og
skekkjuna í rúmi Oldenburgs klaufaskap smiðsins eða kannski dyntum
þess sem lét framleiða það. Þetta væri misskilningur, en sérkennilegur
misskilningur og ekki ýkja frábmgðinn þeim sem fugltmum varð á þegar
þeir gogguðu forviða í fölsk vínber Zeuxis. Þeir mgluðust á list og vem-
leika og það hefur Testadura einnig gert. En þetta átti að vera veruleiki
samkvæmt RX. Er hægt að ruglast á veruleika og veraleika? Hvernig eig-
um við að lýsa misskilningi Testadura? Hvað er það sem ræður því að
sköpunarverk Oldenburgs er ekki ólögulegt rúm? Þetta jafngildir því að
spyrja hvað geri það að hst, og með þeirri spumingu komum við inn á
landsvæði hugtakarannsókna þar sem þeir sem hafa listina að móðurmáli
em ekki góðir leiðsögumenn, því að þar em þeir rammvilltir sjálfir.
II
Að ruglast á listaverki og raunveralegum hlut er lítið afrek þegar lista-
verkið er sá raunvemlegi hlutur sem maður heldur að það sé. \andinn er
að komast hjá shkum misskilningi eða leiðrétta hann, hafi hann átt sér
stað. Listaverkið er rúm en ekki blekkingarrúm; svo að þar hittum við
ekki fyrir neitt flatt yfirborð sem gerðu fuglum Zemds það svo átakanlega
ljóst að þeir höfðu verið gabbaðir. Ef safiivörðminn hefði ekki varað
Testadura við að leggjast til svefns í listaverki, hefði hann ef til vill aldrei
uppgötvað að það var listaverk en ekki rúm; og úr því að það er þrátt fyr-
ir allt ekki hægt að uppgötva að rúm sé ekki rúm, hvernig á Testadura þá
að átta sig á því að honum hafa orðið á mistök? Hér er þörf á einhvers
konar útskýringu, því að mistökin hér era furðu heimspekileg, eitthvað í
átt við það - ef við gefum okkur að nokkrar velþekktar skoðanir R F.
Strawsons séu réttar - að halda að persóna sé líkami, þegar sannleikur-
inn er sá að persónan er líkami í þeim skilningi að fjölda umsagna, sem
152