Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 157
LISTHEIMURINN
agnar. Ferillinn fer frá brún til brúnar til þess að gefa tilfinningu fyrir því
að hún fari út fyrir þær. Ef hún hætti eða byrjaði í hvíta rýminu mundi
línan vera bogin, en hún er samsíða effi og neðri brún, því að ef hún væri
nær annarri hvorri, þyrfd eitthvert afl að skýra það og það er ósamrým-
anlegt því að þetta sé ferill stakrar agnar.
Margt leiðir af þessum listrænu útskýringum. Ef miðlínan er skoðuð
sem endimörk (massi mætir massa) þarf að líta á efri og neðri hluta
myndarinnar sem rétthyminga, og sem tvo aðgreinda hluta (ekki endi-
lega tvo massa, því að línan gæti verið endimörk annars massans sem
skýst upp - eða niður - í tómarúminu). Ef hún er endimörk getum við
ekki htið á allan flötinn í málverkinu sem eitt rými: heldur er það sam-
sett af tveim formum, eða einu formi og öðru sem er ekki form. Við gæt-
um því aðeins litið á allan flötinn sem eitt rúm að við tökum miðlínuna
sem lími sem er ekki endimörk. En þetta krefst nánast þrívíddartúlkunar
á allri myndinni: Flöturinn getur verið slétt yfirborð sem línan erfyrir of-
an (þotuflug) eða neðan (kafbátsferð) eða hún er ú því (lína) eða í því (rifa)
eða fer í gegnum það (Fyrsta lögmál Newtons) - þó að í þessu síðasta til-
viki sé flöturinn ekki slétt yfirborð, heldur gagnsær þverskurður algilds
rúms. Við gætum skýrt allar þessar forsetningar með því að ímynda okk-
ur lóðréttan þverskurð á myndflötinn. Þá færi það eftdr því hvaða for-
setningu við værum að nota hvort lárétta myndefnið mundi (í listrænum
skilningi) brjóta upp flötinn. Ef við lítum svo á að línan fari í gegnum
rúmið, þá er myndramminn ekki í raun og veru endimörk rúmsins: Rúm-
ið heldur áfram út fyrir myndina ef línan sjálf heldur áfram; og við erum
í sama rúmi og línan. Sem B getur myndramminn verið hluti af mynd-
inni ef massamir ná alveg út að rammanum, svo að rammi myndarinnar
er endimörk þeirra. I því tilviki væru hliðar myndarinnar hliðar mass-
anna, nema massarnir hafi íjórar hliðar í viðbót við þær sem myndin hef-
ur: Hér væru fjórar hliðar hlutd af listaverkinu sem væru ekki hlutd af hin-
um raunverulega hlut. Ennfremur gæti framhlið massanna verið
framhlið listaverksins og þegar við horfum á myndina erum við að horfa
á þessar framhliðar: En nimið á sér enga framhlið og samkvæmt lestri A
verður að lesa verkið þannig að það sé framhliðarlaust og framhlið hins
raunverulega hlutar væri ekki hlutd af listaverkinu. Takið eftir því hér
hvemig ein ákvörðun um hvað sé hvað leiðir af sér aðra og hvernig við
verðum að ákveða eitt og útiloka annað ef við ætlum að vera sjálfum okk-
ur samkvæm: Það er meira að segja svo að tdltekin ákvörðtm ræður því
T55