Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Síða 160
ARTHUR C. DANTO
vegna Brillo-framleiðendur geta ekki búið tdl list og hvers vegna Warhol
getur ekki annað en búið tdl listaverk. Nú eru kassarnir hans að vísu hand-
gerðir. En það er eins og fáránlegur útúrsnúningur á hugmynd Picassos
um að líma miðann af Suze-flösku á teikningu og halda því fram að aka-
demískur listamaður, sem vill ná fram nákvæmri efdrlíkingu, muni aldrei
ná raunverulega hlutnum: Og hví þá ekki að notast við raunverulega hlut-
inn sjálfan? Popplistamaðurinn leggur sig í líma við að endurskapa
fjöldaframleidda hlutd í höndunum, t.d. með því að mála merkimiðana á
kaffrkönnum (maður heyrir kunnuglegt hrósið: „Algjörlega handunnið“
hrjóta af vörum leiðsögumannsins þegar hann kemur að þessum hlut-
um). En munurinn getur ekki legið í handverkinu. Maður sem sm'ður
steinvölur úr grjóthnullungum og byggir nostursamlega upp verk sem
hann kallar Steinvöluhnígu gæti vísað tdl vinnugildiskenningarinnar til
þess að gera grein fyrir verðinu sem hann setur upp, en spurningin er:
Hvað gerir það að list? Og af hverju þyrfd Warhol svo sem að búa þessa
hluti ízT? Af hverju ekki bara að krota nafnið sitt á eitthvern þeirra? Eða
brjóta einhvern þeirra saman og sýna hann sem Samanbrotinn Brillo-kassa
(„Andóf gegn vélhyggju ...“) eða einfaldlega sýna Brillo-umbúðir sem
Obrotinn Brillo-kassa („Einkar djörf fullyrðing um myndrænt sjálfstæði
iðnffamleiðslu ...“)? Er maðurinn eins konar Mídas, sem breytir öllu
sem hann snertir á í gull hreinnar listar? Og allur heimurinn er fullur af
duldum listaverkum sem bíða, eins og brauð og vín veruleikans, eftir því
að einhver hulinn leyndardómur ummyndi það í ógreinanlegt hold og
blóð sakramentisins. Látum liggja milli hluta þótt vera megi að Brillo-
kassinn sé ekki góð, hvað þá mikil list. Hin furðulega staðreynd er þó sú
að hann er þrátt fyrir allt list. En ef svo er, hvers vegna gildir það ekki
líka um Brillo-kassana sem liggja í vörugeymslunni og líta alveg eins út?
Eða hefur allur greinarmunur á list og veruleika þurrkast út?
Setjum sem svo að einhver safni hlutum (fyrirfram-gerðum), þar á
meðal Brillo-kassa; við hrósum sýningunni fyrir fjölbreytni, hugkvæmni
eða eitthvað annað. Næst sýnir hann ekkert nema Brillo-kassa og við
gagnrýnum sýninguna fyrir að vera litlausa, endurtekningarsama, sjálf-
hverfa - eða (á djúptækari hátt) teljum safnarann vera með reglu og end-
urtekningu á heilanum eins og í Marienbad. Eða hann staflar þeim upp og
skilur aðeins þröngan stíg eftir milli þeirra; við röltum okkar leið með-
ffam jöfnum, ógagnsæjum stöflunum og finnst það óþægileg reynsla, og
túlkum það svo að neysluvörur séu að þrengja að okkur og loka okkur inni
158