Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 167
STOFNUNARKENNINGIN UM LIST
það, hvenær, hvar og hvernig fer þessi tilnefning fram? Skoða
fulltrúamir, ef þeir eru tdl, alla þá hluti sem til greina kemur að
veita stöðu listar og ef þeir veita sumum þessa stöðu, hafna þeir
því að veita öðrum hana? Hvaða fundargerðir eru teknar við
þessa veitingu og er hægt að endurskoða hana? Ef svo er, á
hvaða fresti, hvemig og af hverjum? Og, síðast en ekki síst, er
í raun og vem til einhver listheimur sem getur, eins og fullgilt
félag, átt sér fulltrúa sem geta að sínu leyti framkvæmt athafri-
ir sem félagið samþykkir?3
(Takið eftir því að samkvæmt Wollheim snýst stofnunarkenningin um að
veita stöðu listar, en í þremur frrri skilgreiningum mínum er talað um að
lýsa hæft til skoðunar. Eg mun leiða þetta atriði hjá mér.)5 6 *
Arthur Danto tók upp útgáfu Wollheims af fyrri skoðun minni og
felldi hana inn í fyrirlestur þar sem ég var andmælandi. Eg skýrði Danto
frá því að þetta væri stórfelld rangtúlkun á fyrri skoðun minni, en þegar
fyrirlestur hans var prentaður eignaði hann mér enn þessa skoðun. Síð-
an hefur Danto eignað mér sömu skoðun í einum pistli sínum í blaðinu
Þjóðin (Nation).' Eg skrifaði ritstjóranum mótmælabréf og það var birt
ásamt svari Dantos við bréfi mínu. I svari sínu kallar Danto útlistun
Wollheims kjama stofnunarkenningarinnar og segir: „Né getur leikið
mikill vafi á því að þessi kjarni leikur aðalhlutverkið, enda þótt ýmsar út-
gáfur George Dickies af stofnunarkenningunni ...“ Danto fullyrðir síð-
an að Dickie „hafi nýlega teldð fram að „einstaklingur eða einstaklingar“
verði að vera listamaður (eða listamenn), en að mínu [þ.e. Dantos] viti er
þetta skref afturábak frá frumgerðinni sem [stofhunarkenningin] verður
best skilin út frá.“8 Danto er að segja að sú útgáfa stofhunarkenningar-
innar sem Wóllheim hendir gaman að sé besta leiðin til að skilja fýrri
gerðir kenningarinnar.
I fyrsta lagi hafði hinn svokallaði kjami aldrei verið minn skilningur á
fyrri gerðinni. I öðra lagi er það ekki nýlega sem ég hef tekið fram að
listamenn séu þeir sem skapa hst. Eg setti „einstaklingur eða einstakling-
5 Richard Wollheim, Painting as an Art (Princeton: Princeton University Press,
1987), bls. 15.
6 Það er rétt að í Aesthetics: An Introdaction og Art and the Aesthetic talaði ég því miður
stundum um að veita stöðu listar sem styttingu fyrir að veita stöðu hæfis til skoðunar.
Arthur Danto, „The VMtimey Biennial 1993“, Nation 19. apríl 1993, bls. 553.
8 Arthur Danto, „Danto Replies“, Nation, 7. júní 1993, bls. 758.
165