Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 169
STOFNUNARKENNINGIN UM LIST
hverfis þær.13 í textunum hafði ég talað um liststofhunina sem óformlega
stofimn, en í skilgreiningunum sem áttu að grípa utan um og lýsa stofh-
uninni notaði ég hið mjög svo formlega orðalag „lýsa yfir“ og „koma
ffam fyrir hönd“.
Þess vegna felldi ég niður þetta formlega orðalag í Listbnngnimi (The
Art Circle)14 (orðalagið frá 1984 og síðari gerð kenningarinnar). I þessari
fjórðu atrennu tilgreini ég einnig fimm skilgreiningar - skilgreiningar á
því sem ég lít á sem kjamahugmyndir stofhunarkenningarinnar um list.
Listamaður er einstaklingur sem tekur þátt í því að búa til lista-
verk og skilur þátttöku sína þannig.
Listaverk er smíðisgripur af þeirri tegund sem sköpuð er til að
sýna áhorfendum í listheimi.
Áhorfendur em mengi einstaklinga þar sem íbúar mengisins
hafa að einhverju leyti verið búnir undir að skilja hlut sem er
sýndur þeim.
Listheimurinn er heild allra listheimskerfa.
Listheimskerfi er rammi utan um sýningu listamanns á lista-
verki fyrir áhorfendur í hstheimi.15
Ekkert atriði í neinni þessara fimm skilgreininga gefur minnsta tilefhi
til að ætla að neitt annað en listamenn, eins og allir skilja listamenn í
hversdagslegum skilningi, skapi list. Sú staðreynd að ég tilgreini skil-
greiningu á „listamanni“ sem eina af þessum fimm skilgreiningum ger-
ir það ljóst hvernig ég tel list vera skapaða. Bæði Wollheim og Danto
prentuðu athugasemdir sínar löngu eftir útkomu þessarar gerðar
(Wollheim vísar jafhvel til síðari gerðarinnar). Það er óheppilegt að
Wollheim skyldi ekki taka nægilegt mið af seinni gerðinni og Danto
ekkert því að það hefði leitt til nákvæmari túlkunar á fyrri gerðinni. I
seinni gerðinni, sem hefst í Listhringnum, ræddi ég ítarlega þá rang-
túlkun á fýrri skoðun minni sem þá hafði þegar komið fram hjá
13 Monroe Beardsley, „Is Art Essentially Institutional?“ í Culture and Art, ritstj. Lars
Aagaard-Mogensen (Atlantic Highlands, N.J.: Humanities Press, 1976), bls. 51-52.
14 George Dickie, The Art Circle: A Theory ofArt (New York: Haven, 1984). Þessi bók
er besta heildstæða greinargerðin íyrir stofnunarkenningunni um list.
15 Sama rit, bls. 80-82.
167