Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Síða 172
GEORGE DICKIE
Annar vandi íyrri greinargerðar er sá að samk\-æmt henni kemur smíðis-
gripseðli hstaverka fram með tvennum hætti: (1) I því að verkið er búið
til í höndunum á hefðbundinn hátt, eða (2) í yfirfærslu. Með því að tala
um yfirfærslu smíðisgripseðhs var í fyrri greinargerð re\mt að draga fram
listrænt smíðisgripseðh fundinnar listar, dadaískrar listar og þess háttar,
en í þessum tilvikum er ekki um neitt eiginlegt handverk að ræða. I fram-
haldinu komst ég á þá skoðun að smíðisgripseðli sé ekki eitthvað sem
hægt er að yfirfæra, heldur einkenni sem verði að nást ffam með ein-
hverjum hætti. I seinni gerð reyndi ég að sýna að fundin list, dadaísk list
og þess háttar hafi til að bera lágmarks listrænt smiðisgripseðli sem staf-
ar af því að listamaðurinn notar fundna hluti, tilbúna hluti (Dada) og
þvíumlíkt sem miðla innan hstheimsins. Til dæmis notaði Duchamp
pípulagningarhlut (hlandskál) til þess að búa til skúlptúrkennt hstaverk,
Brunn. Brunnur er tilbúinn, framleiddur hlutur vegna þess sem gerðist í
verksmiðjunni og hstrænn hlutur vegna þess sem Duchamp gerði við
verksmiðjuffamleidda hlutinn - það er tvöfaldur smíðisgripur. Vitaskuld
eru venjuleg málverk tvöfaldir smíðisgripir líka, því að hstamenn búa þau
til með því að nota tilbúna hluti: litd, striga og þess háttar. Brunnur er eins
og það sem mannffæðingar hafa í huga þegar þeir tala um óbreytta
steina, sem finnast ásamt steingervingum manna eða frummanna, sem
smíðisgripi. Hinn notaði hlutur er fjölþættur hlutur sem er samsettur úr
einfaldari hlut og notkun hans - hlandskálin og notkun hennar, steinn-
inn og notkun hans, og svo framvegis.
Seinni útgáfa stofnunarkenningarinnar
Nú kem ég að því sem eftár er af inntaki seinni gerðar stofnunarkenning-
arinnar, og ég mun gera grein fyrir því með því að ræða um skilgreining-
arnar fimm í þeirri röð sem ég rakti þær að ofan.
Listamaður er einstaklingur sem tekur þátt í því að búa til lista-
verk og skilur þátttöku sína þannig.
Hugmyndin um skilning er afar mikilvæg hér. Tvennt þarfnast skilnings.
I fyrsta lagi er það hin almenna hugmynd um list sem þarf að skilja svo
að starfandi einstaklingur viti hvers konar starf hann eða hún er að fást
við. Að vera listamaður er atferlisháttur sem maður lærir með einum eða
öðrum hætti út frá menningu sinni. I öðru lagi er það skilningur á hin-
170