Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 174
GEORGE DICKIE
mennan hátt og er ekki að nota það til að gefa í skyn tegundir eða grein-
ar innan listarinnar svo sem skáldsögur, málverk og þess háttar.
Eg ætti að nefha að hlutir eins og leikskrár, sýningarskrár og þess hátt-
ar eru sköpuð til þess að sýna áhorfendum í hstheimi, en þeir eru ekki
listaverk. En þeir eru leiddir af hstaverkum og skilgreiningunni er ætlað
að eiga við frumhluti listheimsins.
Skilgreiningin á „hstaverk“ styðst í veigamiklum atriðum \dð hug-
myndirnar áhorfendur og listbeimur, svo að þessar t\'ær hugm\mdir þarf
að skilgreina og ræða.
Áhorfendur eru mengi einstaklinga þar sem íbúar mengisins
eru að einhverju leyti undir það búnir að skilja hlut sem þeim
er sýndur.
„Áhorfendur" eins og það er skilgreint hér eru ekki eingöngu bundnir
listheiminum - það er hugmynd sem hefur almenna skírskotun alveg
eins og hugtök á borð við kjósendur stjórnmálaflokka, hafnaboltaáhorf-
endur, hundasýningaáhorfendur og þess háttar rétt eins og málverka-
áhorfendur, leikhúsáhorfendur og aðrir listheimsáhorfendur. Ahorf-
endur sem slíkir eru aðeins mengi einstaklinga sem skilja og kunna á
aðstæður af ákveðnu tagi. Ibúi í mengi listheimsáhorfenda hefur ein-
kenni sem eru hliðstæð einkennum listamanns en þau eru: (1) Almenn
hugmynd um list og (2) lágmarksskilningur á miðli eða miðlum hins
tiltekna listforms.
Gerir hstamaður ávallt ráð fyrir áhorfendum að verki sínu? Setjum
sem svo að listamaður ákveði að sýna ekki eitthvert tiltekið verk. Ef hsta-
maðurinn gerir það vegna þess að hann eða hún telur það ekki vera þess
virði, er verið að dæma það óverðugt fyrir áhorfendur og það er því talið
til þess konar hluta sem eru skapaðir til að sýna áhorfendum. Setjum sem
svo að listamaðurinn ákveði að sýna ekkd verkið vegna þess að hann eða
hún líti svo á að það afhjúpi of mikið á einhvern hátt. I þessu tilviki ger-
ir listamaður ráð fyrir áhorfendum vegna þess að verkið afhjúpar eitthvað
fyrir áhorfendunum. í tihakum þar sem listaverki er af ásettu ráði haldið
frá áhorfendum er á ferðinni tvöfóld ætlun, það er að segja sú ætlun að
skapa hlut sem á að sýna áhorfendum í listheimi, en einnig sú ætlun að
sýna hann ekki í raun.
Nú skal vikið að skilgreiningu og umræðu hinnar hugmyndarinnar
sem notuð er í skilgreiningunni á „listaverk“, nefhilega „listheimur“.
172