Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 175
STOFNUNAEKENNINGIN UM LIST
Listheimurinn er heild allra listheimskerfa.
Þetta merkir að listheimurinn er safn mismunandi kerfa - málverk, bók-
menntir, leikhús og þess háttar. Safnið er óreiðukennt því að það hefur
safnast saman í tímans rás á svolítið tilviljunarkermdan hátt. Af hverju
heyra bókmenntir, leikhús og ballett undir það, en ekki hundasýningar,
hestasýningar og sirkusar? Svarið er að listheimurinn er menningarlega
mótaður - eitthvað sem meðlimir þjóðfélagsins hafa í sameiningu gert að
því sem það er í tímans rás. Enda þótt enginn hafi kannski nokkru sinni
vísvitandi ákveðið að hundasýningar séu útilokaðar frá hinum menning-
arlega mótaða listheimi, hefur raunin orðið sú. Ef saga menningarinnar
hefði orðið önnur gæti listheimurinn einnig verið annar og falið í sér
hundasýningar. Það eru miklar líkur á að tilviljun ráði mestu um menn-
ingarlega mótuð fýrirbæri einfaldlega af því að þau verða til sem af-
sprengi af atferli fólks í rás tímans.
Hefðbundnar kenrúngar um list reyna að forðast óreiðuna sem hér má
sjá með því að reyna að binda öll þessi mismunandi verk saman sem dæmi
um eitthvert eða einhver einkenni mannlegs eðlis á borð við tjáningu tdl-
finninga; einkennið (eða einkennin) eru notuð sem eðh listarinnar. En
sjálf fjölbreytni fistaverkanna gerir út af við hina hefðbundnu nálgun.
Stofnunarkenningin fellst á hina miklu fjölbreytni og gengst undir rök-
fræðilega óreiðu af þessu tagi. Hefðbundnar kenningar reyna að uppgötva
eðli listarinnar í einhverjum þáttum manneðlisins eins og tjáningu tilfinn-
inga. Stofnunarkenningin beinist að menningu mannsins og sögu hennar.
Skilgreiningin á hugtakinu „listheimur“ veltur algerlega á hugmynd-
inni um listheimskerfi sem ég hef skilgreint með svofelldum hætti:
Listheimskerfi er rammi um sýningu listamanns á listaverki
fýrir áhorfendur í listheimi.
Fyrstu fjórar skilgreiningar seinni útgáfunnar hafa verið myndaðar í línu-
legri röð, þ.e. hugtakið „listamaður“ er skilgreint út frá hugmyndinni um
listaverk. „Listaverk“ er skilgreint út frá hugmyndinni um áhorfendnr og
listheim. „Ahorfendur“ er skilgreint almennt og stendur því utan hinnar
línulegu raðar. „Listheimurinn“ heldur áfram í hinni línulegu röð og er
skilgreint út frá hugmyndinni um listheimskerfi. En skilgreiningin á „list-
heimskerfi“ snýr til baka, í stað þess að halda áfram hinni línulegu röð og
nota önnur grundvallarhugtök, og notar allar fjórar fýrri skilgreiningarn-
173