Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Blaðsíða 179
STOFNUNARKENNINGIN UM LIST
er það sem hefðbundnar kenningar um list hafa ávallt reynt að gera og
ég hef reynt að losna undan. Það sem hefðbundar kenningar segja okkur
um listina sem list er ósatt. Það sem stofhunarkenningin segir okkur um
listina sem list er eitthvað sem við vitum nú þegar og höfum lengi vitað,
þó að það sé allt armað en auðvelt að koma orðum að þessari vitneskju.
Meðal annarra orða þá hef ég ekkert á móti hinu sögulega/frásagnar-
lega skema til að bera kennsl á listaverk, sem Carroll lýsir. Þegar við
stöndum frammi fyrir hlut, sem deilt er um eða óvissa leikur á um hvort
sé list, stingur Carroll upp á því að lausnin liggi í sannri frásögn sem tengi
hlutinn við fyrri og óvéfengjanlega listræna hluti eða atburði. Ef slík frá-
sögn „tengir hið umdeilda verk við það listsköpunarstarf og það sam-
hengi sem fyrir er á þaxrn hátt að verkið, sem deilt er um, geti skoðast
sem skiljanleg útkoma þekkjanlegra hátta á að hugsa og búa til verk af því
tagi sem þegar er almennt talið vera list,“ þá er hluturinn talinn Hsta-
verk.22
Carroll veltir upp mikilvægri spurningu um sína eigin frásagnarkenn-
ingu - spurningunni um hvort frásagnir af því tagi sem hann hefur í huga
gætu leitt til þess að menn teldu að eitthvað sem ekki er listaverk sé lista-
verk. Dæmið sem hann nefhir er afskorið eyra Van Goghs. Setjum sem
svo, segir hann, að setja megi saman sanna frásögn sem tengir eyrað við
tilraun Van Goghs tdl þess að „tákngera alvöru Hstrænnar sannfæringar
sinnar í ljósi gagnrýni Gauguins.“23 Jafhvel þótt slíka sanna sögu mætti
segja, nægir það ekki að mati Carrolls til þess að telja eyra Van Goghs
vera listaverk. Carroll ber síðan áverka Van Goghs saman við tuttugustu
aldar listaverk - sjálfsáverka Rudolfs Schwarkoglers. Hvers vegna er
áverki Van Goghs ekki listaverk þegar áverki Schwarkoglers er það?
Astæðan, segir Carroll, er sú að þann fyrri skortir þann ramma sem sá
síðari hefur. Carroll lýsir þessum ramma á efdrfarandi hátt:
Til þess að ákveða listræna stöðu umdeilds verks þarf ekki að-
eins að segja kennslasögu sem tengir umrætt verk við viðtekna
listsköpunarhætti, heldur þarf einnig að ákveða að sú hugsun og
sköpun sem kennslasagan endurskapar finni sér stað í athöfnum
sem eiga sér stað innan viðtekinna sýningarkerfa listheims - þ.e.
listforma, listmiðla og listgreina sem sá listamaður og þeir list-
22 Noél Carroll, „Historical Narratives and the Philosophy of the Art“, Joumal ofAest-
hetics and Art Criticism 51 (1993), bls. 316.
23 Sama rit, bls. 324.
177