Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 181
stofnunarkenningin um list
Listamaður er hver sá sem hefur aflað sér (á einhvern viðeig-
andi en óformlegan hátt) heimildarvalds til að veita stöðu. Með
því á ég ekki við að hann hafi „heimild til að krefjast hlýðni af
öðrum“, heldur „heimild til þess að beita svo vel fari þeim
hefðum sem veita hlutum/atburðum hstræna stöðu“.26
Davies telur að hinn nauðsynlegi þáttur að veita stöðu hstar byggist að
sínu leyti á heimildarvaldi hstamannsins.
Ég hef vitaskuld aldrei tahð að hstræn staða sé veitt, en Davies telur að
ég og allir stofnunarsinnar ættu að vera á þeirri skoðun. Ennfremur tel-
ur hann að sköpun hstar leiði af beitingu heimildarvalds. Hann ber hið
meinta heimildarvald sem Duchamp beitti við að skapa Bninn við heim-
ildarleysi sölumanns pípulagnaefiia sem ég ímyndaði mér í Listinni ogfeg-
urðinni. Ég hélt því fram að shkur sölumaður gæti hafa gert það sem
Duchamp gerði ef hann hefði haft hugarflug og skopskyn til þess. Skoð-
un Davies er að hst sé sköpuð með því að beita heimildarvaldi - með
beitingu heimildar til að nota hstsköpunarhefðir. Hann heldur því fram
að ímyndaðan sölumann minn mtmdi skorta slíka heimild. Davies færir
engin rök fyrir skoðun sinni um heimildarvaldið. Er skoðun hans sönn?
Lítum á venjulegt dæmi um hstsköpun. Listamaður málar af ákafa á
striga í vinnustofu sinni og eftir nokkra stund segir hann við sjálfan sig,
„Það er tilbúið,“ og síðan áritar hann málverkið. Listaverk hefur verið
skapað, en enginn hefur beitt neinu heimildarvaldi. Listamaðurinn kann
að hafa sýnt færni, hugmyndaflug, kunnáttu af ákveðnu tagi og þess
háttar. Hvorld þessi listamaður né Duchamp beita heimildarvaldi við að
skapa list. Eftir að listaverkið hefur orðið til, getur listamaðurinn beitt
heimildarvaldi gagnvart málverkum sínum vegna þess að þau eru hans
eign - til dæmis heimilað eiganda sýningarsalar að sýna þau í því skyni að
selja þau. Kannski beitti Duchamp slíku eftdr-að-verkið-var-skapað
heimildarvaldi til að fá Bnmn sýndan á þessari sýningu sem nú er orðin
fræg. Listamaður beitir eirmig svipuðu heimildarvaldi af eignarréttar-
taginu þegar hann eða hún segir: „Það er tilbúið“, en að hafa heimild til
að ákveða hvenær verk manns er búið er alls ekki heimild af því tagi sem
Davies er að hugsa um. Fyrir Davies er viðkomandi heimildarvald heim-
ild til að nota listsköpunarhefðir.
Ég held að Davies hafi slegið saman hugmyndinni um að vera í að-
26 Sama rit, bls. 87.
r79