Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2003, Page 196
MORRIS WEITZ
með honum. „List“ er skilgreind út frá matseiginleikanum, t.d. vel-
heppnuðu samræmi. Samk\ræmt þessari skoðun segir maður „X er hsta-
verk“ þegar maður (1) meinar „X er velheppnað samræmi“ (t.d. „List er
merkingarbært form“) eða (2) ætlar að segja eitthvað lofsamlegt á gnmd-
velli hins velheppnaða samræmis. Fræðimenn eru aldrei með það á
hreinu hvort það er (1) eða (2) sem verið er að halda fram. Flestir þeirra
sem fást við matsnotkunina \drðast gefa sér (2), þ.e. það einkeimi listar
sem gerir hana að hst í matsmerkingunni, og fara svo yfir í (1), þ.e. skil-
greiningu á „list“ út frá því sérkenni hennar sem ákvarðar hana sem list.
Og þetta er augljóslega að rugla saman skihuðum fyrir þ\h hvenær við
látum mat okkar í ljós og inntaki þess sem við látum í ljós. Þegar setn-
ingin „Þetta er listaverk“ er sögð í matsmerkmgurtni getur hún ekki
merkt „Þetta er velheppnuð samræming efhisþátta“ - nema í vildarmerk-
ingu - heldur er hún í mesta lagi sögð í ljósi þess eiginleika sem gerir
verkið að list, í merkingunni mælik\rarði „hstar“ þegar „list“ er notað til
að meta. Þegar semingin „Þetta er listaverk“ er notuð í gildishlaðinni
merkingu, þjónar hún því hlutverki að ljúka lofsorði á eitthvað, en til-
greinir ekki ástæðuna fyrir því að við segjum setninguna.
Enda þótt matsnotkun hugtaksins „Hst“ sé aðgreind ffá skilyrðunum
fyrir þeirri notkun, tengist hún náið þessum skilyrðum. Því að í hverju
tdlviki af „Þetta er listaverk“ (notað sem lofsyrði) gerist það að gæða-
mörkunum (t.d. velheppnuðu samræmi) á notkun listhugtaksins er um-
breytt í kennimörk. Þegar semingin „Þetta er listaverk“ er nomð til að
meta gildi verks felur hún þess vegna í sér „Þetta hefur P“ þar sem „P“
er einhver ákveðirm eiginleiki sem gerir verkið að listaverki. Ef menn
kjósa að nota hugtakið „list“ til að meta gildi verka, eins og margir gera,
þá nota þeir „list“ þannig að þeir neita að kalla neitt listaverk nema það
hafi til að bera mælikvarða þeirra á gæði.
Það er ekkert rangt við gildisnotkunina; reyndar er full ástæða til að
nota „list“ tdl að ljúka lofsorði á verk. En því verður ekki haldið fram að
kenningar um matsnotkun hugtaksins „list“ séu sannar eðlisskilgreining-
ar á nauðsynlegum og nægilegum skilyrðum listar. Þess í stað eru þær
ósköp einfaldlega vildarskilgreiningar þar sem „list“ hefur verið endur-
skilgreint í ljósi valinna mælikvarða.
En það sem gerir þær - vildarsldlgreiningarnar - afar verðmætar er
ekki dulbúið orðalag meðmæla þeirra; heldur eru það umræðumar um
ástæðurnar fyrir því að skipta um mælikvarða á hugtakið list sem eru
194