Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 5
Um lönd og lýði
í úthverfum Parísar stóðu bílar í ljósum logum og ungir reiðir Frakkar
gengu berserksgang meðan miðaldra Frakkar fylgdust hræddir og
hneykslaðir með í sjónvarpinu. Báðir þessir hópar hefðu í hita augna-
bhksins líklega tekið undir orðin í leikritd Jean-Pauls Sartre Lnktar dyr.
„Helvíti, það eru hinir“ (L’enfer, c’est les autres). Því enda þótt lög og
hefðir Fimmta franska lýðveldisins kveði á um að í landinu búi einungis
ein tegund þegna: þegnar lýðveldisins, ffanskir þegnar, kom það berlega
í ljós í óeirðunum nú í nóvember að ekki líta alhr Frakkar eins á sig, og
margir hópar í þjóðfélaginu gera skarpan greinarmun á sér og öðrum:
Hér erum Við - og svo eru Hinir. Oeirðaseggirnir voru langflestir af-
komendur innflytjenda úr fyrrum nýlendum Frakka í Norður-Affíku en
þeir sem fylgdust með í forundran rekja ættir sínar til franskra borgara
byltingarinnar og til bænda, leiguliða og aðalsmanna enn lengra aftur í
tímann. Þessir hópar hafa nú búið í sama landi um nokkurra áratuga
skeið en á margan hátt hefur aðskilnaður þeirra - landffæðilegur, menn-
ingarlegur og pólitískur - verið nánast alger, og óánægja norður-affíska
þjóðernisminnihlutans með hlutskipti sitt vaxið jafnt og þétt uns upp úr
sauð nú í haust. I þeim umræðum sem fylgt hafa í kjölfarið hafa ffönsk
stjórnvöld - og raunar franska stjómmálaelítan eins og hún leggur sig -
verið gagnrýnd fyrir að hafa borið kíkinn stöðugt fyrir blinda auganu, að
hafa ekki viljað sjá norður-afrísku innflytjendurna og þess vegna afheitað
vandanum. Ósýnileildnn helgast meðal annars af því að franska stjórnar-
skráin, opinber stjómsýsla og frönsk umræðuhefð býður ekki upp á að
rætt sé um mismunandi þjóðernishópa, allir em einfaldlega Frakkar, og
misrétti meðal þegnanna því fahð í opinberum tölum og gögnum. Samt
vita þeir sem vita vilja að Frakkar af norður-afrískum uppmna eiga und-
ir högg að sækja: tölvunarffæðingurinn Abdul sendir inn 100 atvinnuum-
sóknir og fær kannski fjögur viðtöl á meðan Frangois fær 40; Affíku-
Frakkar sjást mun sjaldnar í fjölmiðlum en búast mætti við ef miðað er
við höfðatölu og þeim hefur einnig gengið erfiðlega að ná frama innan
stjómmálaflokka og til opinberra embætta. Allt þetta hefur leitt til
megnrar óánægju sem í óeirðunum var sérstaklega beint að stjórnmála-
3