Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Síða 6
INNGANGUR RITSTJÓRA
mönnum og þeir sakaðir um að vera þröng eiginhagsmunaklíka sem væri
ekki í nokkrum tengslum við stóran hluta þegnanna heldur fullkomlega
skejningarlaus um hlutskipti þeirra. Spjótin beindust ekki síst að innan-
ríkisráðherranum Nicolas Sarkozy, en herskár talsmáti hans í garð
óeirðaseggjanna fékk urn leið mikinn hljómgrunn meðal þeirra kjósenda
sem í síðustu forsetakosningum fylktu sér um hægri öfgamanninn Jean-
Marie Le Pen. Allt virðist þetta benda til þess að mikið verk sé óunnið í
að ná sáttum meðal Frakka innbyrðis um hvert skuli stefna í að auka sam-
lyndi þjóðarinnar.
Þótt ýmsir hafi orðið til þess að gagnrýna framgöngu franskra stjórn-
valda á undanförnum vikum er flestum ljóst að vandi Frakka er ekkert
einsdæmi; glímt er við sambærileg úrlausnarefni í flesmm ríkjmn Evr-
ópusambandsins og þótt víðar væri leitað. Gömlu nýlenduveldin eru enn
að leita lausna á árekstrum og samskiptavanda sem rekja má tvær aldir
aftur í tímann og iðnríkin sem byggðu vöxt sinn á aðfluttu tdnnuafli eft-
irstríðsáranna hafa ekki til lengdar getað \dkið sér undan kröfmn hinna
nýju þegna um raunverulegan þegnrétt og aðild að samfélaginu. Fjöl-
menningarsamfélagið er komið til sögunnar. Hvernig á að bregðast við
þeim árekstrum sem óhjákvæmilega verða þegar fólk úr ólíkum menn-
ingarheimum, af ólíkum trúarbrögðum, með ólíkar venjur og viðmið,
ruglar reytum sínum saman? Og hvernig nýtur samfélagið góðs af blönd-
unni, hvernig verður til ný, frjó, skapandi menning? Þessum spurning-
um, meðal annarra, er leitast við að svara í þeim tveimur ritsmíðum sem
þýddar hafa verið fyrir þetta hefti Ritsins. Hér birtist kafli úr bók stjórn-
spekingsins Seylu Benhabib, Claims of Culture: Equality and Diversity in
the Global Era, þar sem hún fjallar um „hvernig hægt er að bregðast við
fjölmenningarlegum vanda án þess að varpa fyrir róða meginhugmynd-
um rökræðulýðræðisins“ svo vitnað sé í formála Jóns Olafssonar að
þýðingunni. „Margir hafa haldið því fram að fjölmenning skapi vest-
rænni lýðræðishefð óleysanlegan vanda og að því verði stjórnvöld að
velja á milli algildra réttlætissjónarmiða annars vegar og fjölmenningar-
legra samninga hins vegar.“ A þetta fellst Benhabib ekki og í umfjöllun
sinni gagnrýnir hún fyrri stjórnspekinga, svo sem John Rawls, fyrir að
greina of skarpt að svið opinbers lífs og svið einkalífs. Hún leggur áherslu
á að í fjölmenningarlegu samfélagi nútímans sé nauðsynlegt að þær hug-
myndir, venjur og viðmið sem móta einkalíf fólks, fólks sem kemur úr
mismunandi menningu, séu orðaðar í opinberri umræðu, því á vettvangi
4