Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Side 7
UM LOND OG LYÐI
lýðræðisins sé unnt að taka þær til sameiginlegrar skoðunar og meta
hvort þær geti fallið að kröfum um réttlátt samfélag. Eitt af þeim dæm-
um sem Benhabib fæst við er slæðumáhð svokallaða í Frakklandi, þar sem
uppreisn tveggja unglingsstúlkna varð til þess að Ríkjsráðið kvað upp úr-
skurð um að óheimilt væri að bera trúartákn í frönskum skólum. Benha-
bib rifjar upp í því sambandi að þrátt fyrir að mikil umræða færi fram í
Frakklandi um máhð kom sjónarmið stúlknanna hvergi fram í opinberri
umræðu og því varð aldrei ljóst hvað þeim gekk einkum til með upp-
reisninni - en eins og Benhabib bendir á er grunnhyggið að ganga um-
svifalaust út frá því að athöfii þeirra hafi fyrst og fremst, eða eingöngu,
verið vöm fyrir íslamskar siðvenjur, „... merkingin sem felst í að bera
slæðuna var að breytast frá því að vera trúarleg athöfh í að vera tákn um
menningarlegt andóf og hafði fengið aukna póhtíska merkingu“ (bls.
237). Þetta andóf sprettur upp úr jarðvegi þar sem menningarheimar
mætast, hefðbundin gildi riðlast og merking tákna tekur breytingum.
Homi K. Bhabha, einn áhrifamesti hugsuður á sviði efdrlendufræða
(e. post-colonial stndies), hefur ekki síst beint sjónum sínum að þessari
deiglu, „blöndunni“, þar sem hann heldur því fram að menningin verði
til. Hann leggur áherslu á að sjálfsmynd þjóða verði til á mærum ólíkra
menningarheima, að Vesturlönd og Þriðji heimurinn skapi í raun sjálfs-
mynd hvors annars. Það eru þessi mæri sem Bhabha hefur lagt sérstaka
áherslu á að kanna, það sem hann stundum kallar „þriðja rýmið“, þar sem
verður einhvers konar samruni hins þekkta og annarleikans. Bhabha er
umhugað um að raddir á jaðrinum, eins og unglingsstúlknanna í Frakk-
landi í dæmi Benhabib, fái að heyrast, að þær drukkni ekki í orðræðu
valdsins. I ritgerðinni sem hér birtist fæst hann við spuminguna um hvað
verður um þjóðemi og þjóðlega menningu á tímum efrirlendunnar. Eins
og Olafur Rastrick bendir á í formála að þýðingunni „hafiiar [Bhabha]
þeirri viðteknu skoðun sem leitar menningarinnar í „upprunanum“ og í
birtingarmyndum þess sem Htið er á sem hreint og ómengað og telur
þess í stað að framsetning allrar menningar eigi sér stað í „þriðja rýmmu“
þar sem ólíldndin koma saman, en skapa þó eitthvað annað en einbera
summu óHks uppruna.“ Eins og Olafur nefrúr einnig þá hafa þessar
kenningar póhtískar víddir, eins og kemur í ljós þegar þær em skoðaðar
í samhengi við uppreisnimar í Frakklandi. Þar virðist augljóst að í opin-
berri orðræðu er þessu þriðja rými hreinlega afneitað.
I umræðunni um þjóðlega menningu og um sjálfsmynd þjóðar gagn-