Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 23
Rristín Loftsdóttir
Bláir menn og eykonan ísland
Kynjamyndir karlmennsku og Afríku á 19. öld
„í Ajfn'ku hafa á þessu ári ekki gjörzt nein stórtidindi,“ segir í Skími ár-
ið 1828.1 A mörgum öðrum tímabilum 19. aldar töldu pistlahöfundar
Sktmis þó að ýmislegt hefði gerst sem mikilvægt væri fyrir Islendinga að
fræðast um og sneru margir þeir þættir að tengslum Evrópubúa við Aff-
íku sem jukust töluvert á þessum tíma.2 Ann Laura Stoler og Nicholas B.
Dirks hafa bent á að landafunda- og nýlendutíminn hafi verið mikilvæg-
ur í mótun sjálfsmyndar Evrópubúa og fært þeim nýjar leiðir til að sjá
heiminn og sjálfa sig í tengslum við aðra.3 Nýlendur og yfirráðasvæði
Evrópubúa, halda Dirks og Stoler fram, má að mörgu leyti líta á sem til-
raunavettvang vísindalegra hugmynda. Fræðigreinar svo sem grasafræði,
landafræði og mannffæði þróuðust í Evrópu annars vegar vegna þekk-
ingarþorsta og hins vegar vegna þess að yfirráð yfir nýlendum kölluðu á
vitneskju um þær. Evrópsk saga var jafhffamt skilgreind, gegnum sam-
skipti herraþjóðanna við nýlendumar og þegna þeirra, sem einstæð og
1 Skímir, Kaupmannahöfn og Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1828, bls. 25.
2 Sjá Kristín Loftsdóttir, „Tómið og myrkrið: Aifíka í Skími á 19. öld,“ Skímir (vor),
2004, 119-151.
3 Ann Laura Stoler, Race and the Education ofDesire: Foucault's History ofSexuality and
the Colonial Order ofThings, Durham ogLondon: Duke University Press, 1995; Nic-
holas B. Dirks, „Introduction: Colonialism and Culture,“ Colonialism and Culture,
ritstj. N. B. Dirks, Ann Arbor: The University ofMichigan Press, 1992.
21