Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Qupperneq 31
BLAIR MENN OG EYKONANISLAND
fræðimanna. Umfjöllun um þessa hópa er áberandi í textum 19. aldar
sem fjalla um samtímaatburði í Affíku, svo sem í Skími og Islenzkum
Sagnablöðum. Þó er minnst á Zúlu á Islandi mun fyrr, í frásögn Jóns
Olafssonar Indíafara um rmðja 17. öld.30 Eins og ég hef rætt á öðrum
vettvangi birtist umfjöllunin um Zúlu-fólkið í fyrrnefhdum tímaritum
aðallega í tengslum við landnám Breta í Suður-Afríku en í flestum text-
unum eru þessir þjóðemishópar nefndir Hottentottar og KafFar. I Is-
lenzkum Sagnablöðum,n sem gefin voru út á árunum 1816-21, er töluvert
minnst á landnám Breta og samskipti þeirra við Zúlu í suðurhluta Afríku.
Arin 1819-20 segir frá því að Englendingar hafi reynt að stækka nýlend-
ur sínar við Góðrarvonarhöfða en „svartir villu menn, er nefhaz Kaffar-
ar, voru þeim ýfnir nábúar“ og sendu því Bretar herlið sitt á vettvang.32
Þessi samskipti eru tekin upp í blöðrnn 1823-24 og þar segir að Bretar
hafi mikið verið ónáðaðir af þeim „blámönnum sem Kaffarar nefhaz,“ en
nýlega hafi mikill sigur unnist á þeim. Skímir tekur svo við með fréttir af
árásum „Kaffrana“ á „nýlendur Enskra“.33 I Skími árið 1852 er talað um
Hottentotta og Kaffa. Hottentottar eru sagðir hafa „samlagazt mjög
nýlendumönnum, og gefizt á vald þeirra“ en Kaffar hafi „aldrei lotið
veldi Englendinga11.34 Ari síðar segir um Hottentotta að þeir séu „þrek-
litlir menn og ónýtir, en gjörðu ekki mikið íllt af sjer“ en að „Kaffar“ séu
„harðfeng villiþjóð“.35
„Villimennska“ fólks í Afríku var oft, eins og hér kemur fram, undir-
strikuð um leið og Evrópuþjóðum var lýst sem boðberum framfara og
breytinga.36 En tvískipting framandi fólks í hættulega villimenn annars
vegar og göfugt náttúrufólk hins vegar birtist, eins og Bemth Lindfors
hefur gert grein fyrir, nokkuð greinilega í umræðu breskra fjölmiðla um
50 Jón Ólafsson, Æfisaga Jóns Ólafisonar Indiafara, Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bók-
menntafélag, 1908, bls. 156.
31 Finnur Alagnússon, síðar prófessor og leyndarskjalavörður Danakonungs, sknfaði
hlnta af þessum blöðum (Ingi Sigurðsson, Hugmyndaheimur Magnúsar Stephensens,
Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1996, bls. 45) en blaðið var gefið út á ár-
unum 1816-1821, nokkuð fyrir útgáfu Skímis. Umfjöllun Islenzkra Sagnablaða er
mjög keimlík Skími, enda blöðin einnig gefin út af Hinu íslenzka bókmenntafélagi
og má h'ta á Skími sem ákveðið framhald þeirra.
32 íslenzk Sagnablöð, Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1819-20, bls. 22.
33 Skímir, 1828, bls. 26.
34 Skímir, 1852, bls. 36.
35 Skímir, 1853, bls. 71.
36 Kristín Loftsdóttir, „Tómið og myrkrið,“ bls. 119-151.
29