Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Blaðsíða 42
KRISTÍN LOFTSDÓTTIR
þessara einstaklinga þannig sett í forgrunn. Kaflinn hefst á því að sagt er
frá tildrögum þess að Stanley tókst þessa tilteknu ferð á hendur. Þýskur
maður frá Austurríki, eins og það er orðað, Dr. Schuizer að nahii en kall-
aður Emin, 7 var orðinn innlyksa í Alið-Afríku og hafðist þar við „ein-
mana, lokinn og luktur á alla vegu af fjandmönnum og villiþjóðum.
Hann stjómaði fylki sínu og safnaði náttúrugripum og vann að ýmsum
vísindalegum störfum. Sterk skyldurækni og trú á framtíð svertingja og
Afríku héldu honum uppi“.78 Hér birtast Evrópubúar sem fómfúsir boð-
berar siðmenningar sem trúa á framtíð Afríku. Evrópubúar eru þó ekki
alveg einsleitir því hjá greinarhöfundi kemur fram að Þjóðverjar „töluðu
fram og aftur um að hjálpa Emin langa stund áður en þeir lögðu af stað,
eins og vandi þeirra er til“ á meðan Englendingar „lögðu strax af stað“.
Þegar lýst er tildrögum þess að breska Austur-Afríkufélagið réði Stanley
til forystu björgunarleiðangursins, má sjá hvernig dregin er upp numd af
honum sem manni athafna:
Félagsmönnum datt strax í hug að fela Stanley fomstuna í þess-
um leiðangri. Hann var í New-York, er hann fékk hraðskeyti
frá félaginu. Gekk harrn strax að kostum þeirra og lagði af stað
til Englands á gufuskipi samdægurs. Þegar haim var kominn
þangað, fór hann strax að búa ferð sína. (bls. 2)
í fyrstu setningunni leggur orðið „strax“ áherslu á hversu sjálfsagður
Stanley þótti til verkefnisins, en síðar undirstrikar það Stanley sem at-
hafnamann. Hann gekk „strax“ að kostum þeirra, fór samdægurs til Eng-
lands og fór „strax“ að undirbúa ferðina. I textanum er svo lýst nákvæm-
lega harðræðinu í ferðinni og ráðsnilli Stanleys. A einmn stað segir:
„Þessar 100 mílur sem hann ædaði sér að fara á tveimur mánuðum, voru
svo torfærar, að enginn nema járnkarlinn Stanley sjálfur hefði brotizt þá
leið“ (bls. 5). Jafnvel þótt á móti blési lét Stanley það ekki á sig fá:
„Þannig var hann nakinn og allslaus, en hughreysti sig þó ineð því, að
ekki hefdi Livingstone verið betur staddur, þegar hann fann hann“ (bls.
8). I lok kaflans er lögð áhersla á þrautir Stanleys og hann sagður „vera
farinn að verda ellilegur, enda er það von, slíkt harðrétti sem hann hefur
Náttúrufræðingurinn og læknirinn Eduard Schnitzer var þekktur í Mið-Afríku und-
ir nafninu Mohammed Emin Pasha.
78 Skímir, 1890, bls. 2. Efrirleiðis verður vísað til þessarar greinar ineð blaðsíðutali
innan sviga í meginmáli.
4°