Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 43
BLÁIR MENN OG EYKONAN ÍSLAND
átt við að búa“ (bls. 20). A einum stað í textanum segir einnig frá samn-
ingum Stanleys við einn illræmdasta þrælasölumann álfunnar, Hamed
bin Mohammed, sem var þekktur af Evrópubúum sem Tippu-Tip (í
Skími er hann nefndur Tappú Tip). I texta Skímis er Tippu-Tip kynnt-
ur til sögunnar sem gamall kunningi Stanleys og sagt að Stanley hafi gert
samning við hann í nafni Belgíukonungs, um að verða jarl Congóríkisins
við ofanverða Congó. Eina gagnrýnin á þetta fyrirkomulag kemur fram
í setningunni „Sumum þótti sem Stanley hefði þar sett ref til að gæta
sauða,“ (bls. 4) sem stangast óneitanlega á við þá gagnrýni sem kemur
fram á þrælasöluna í mörgum öðrum textum Skímis á 19. öld.
I kaflanum er lítið fjallað um íbúa álfunnar sem eru næstum ósýnilegir
nema þá helst sem burðarmenn, þjónar og óvinir. A nokkrum stöðum er
sagt frá tálraunum burðarmanna til að flýja og aðferðum Stanleys til að
koma í veg fýrir slíkt. A öðrum stað er Stanley látinn segja frá því að lið
hans hafi á leiðinni látdð greipar sópa í ræktuðu landi sem tilheyrði að
hans sögn dvergum, svo þeir hefðu nægan forða í framhaldinu (bls. 9).
Einnig segir frá því að þeir hafi handtekið „Wambutti-dverga“ sem voru
„skæðir og skeinuhættulegir“ og neytt þá til að vísa sér leið en þeir hafi
leitt þá villu vegar (bls. 10). Þá segir greinarhöfundur frá því að Stanley
hafi í Mánafjöllum séð „vel vaxið og snoturt fólk, en fæhð, og faldi sig eins
og dýr“ (bls. 18). Samhkingin við dýr er áhugaverð og má benda á að Evr-
ópubúar líkm samfélögum fólks sem bjó við ólíka þjóðfélagsskipan gjarn-
an við samfélag dýra. Einxúg er í kaflanum talað sérstaklega um „hjarð-
þjóðina Wohuma“ sem er „sterkleg og fríð“, og kemur ekki á óvart að lesa
í framhaldinu að „andhtsdrættir þeirra [séu] svo reglulegir og hörundslit-
ur þeirra svo ljós, að þeir lít[i] út eins og Evrópumenn“ (bls. 19).
Island, hin bjarta eykona
ímyndir af Affíku í íslenskum ritum snérust að mörgu leyti um tengsl
Evrópubúa við þennan heimshluta eins og hér hefur verið bent á. Islensk
rit lögðu áherslu á að draga upp andstæður á milli vilhmanna í Afríku og
einstaklinga af evrópskum uppruna, og báru á margan hátt sterkan keim
af því sem var ritað í Evrópu á svipuðum tíma. Hér ber að hafa í huga að
upplýsingar íslenskra sagna- og fréttaritara um Affíku voru vissulega
fyrst og fremst fengnar úr evrópskum heimildum sem voru tmdir áhrif-
um kynþáttahyggju þess tíma.'9 Þessar ímyndir Affíku byggðu margar
41