Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 46
KRISTÍN LOFTSDÓTTIR
með hálfnöktum villimönnum eins og hann orðar það,86 og dregur
þannig upp ímynd hinnar hreinu Eykonu Isiands. Vdhjálmur Finsen birti
einnig mótmæli sín á prenti (í blaðinu Klokken í Danmörku) og eins og
Gísli minnist hann á konu í þjóðbúningi í því samhengi. Hann segir:
„Getur Island verið þekkt fyrir að taka þátt í svona sýningu, þar sem ís-
lenskum konum í þjóðbúningum er stillt upp Hð hliðina á eskimóum og
negrakellingum?“87 I hugum beggja er þH líkami íslenskrar konu í bún-
ingi þjóðarinnar við hlið „vilhmanna“ táknrænt fyrir þá niðurlægingu
sem þjóðin öll væri látin ganga í gegnum. Ummæli Vlhjálms þar sem
hann talar um íslenska konu klædda þjóðbúningi en afríska konu sem
negrakellingu undirstrikar jafnframt Islendinga sem þjóð á meðan ólíkir
hópar fólks í Afríku eru enn og aftur skilgreindir út frá litarhætti.
Umþöllun um Afríku virðist því hafa verið kjörinn vettvangur til að
draga upp ímynd evrópskra karlmanna sem fulltrúa framfara og siðben-
unar - og Islendinga sem gjaldgenga í hinu sameiginlega „við“. A með-
an evrópskir karlar þramma því til Afríku til að uppgötva hana og sið-
væða og íslenskir karlmenn staðsetja í ritum sínum þjóðina Island sem
hluta af hinu siðmenntaða samfélagi sjálfstæðra framsækinna þjóða, er
eykonan Island „hrein“ og ómenguð mey, sem er kyrr á sínum stað og
gætir arfleifðar landsins.
150. Sjá einnig Kristín Loftsdóttir, „Örheimur ímyndunarlandsins: Framandleiki og
vald í ljósi heimssýninganna,“ Tímarit Ma'ls og menningar, 4 (63), 2002, bls. 52-61.
86 Gísli Sveinsson, „Sýningin í Kaupmannahöfn firá hjáleigum Danaveldis. Islandi
stórhætta búin,“ Fjallkonan, 16. desember, no. 48, bls. 197.
87 Tilvísun tekin úr Kristján Sveinsson, „Viðhorf íslendinga til Grænlands á 18., 19. og
20. öld,“ bls. 168.
44