Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 48
SVERRIR JAKOBSSON
tures) innan samfélaga en sumar þessara formgerða virðast útbreiddari
en aðrar og koma fyrir í flestöllum samfélögum.2 Að því verður nánar
vikið hér á eftir.
Flokkun og aðgreining þarf ekki að vera sprottin af tvíhyggju. Hópar
geta verið margir og mismunandi, ekki einvörðtmgu við og „hinir“. En
hér þarf að gefa gaum að hugtökum. Reinhart Koselleck hefur bent á að
þau hugtök sem hópar nota um sig og aðra hópa séu ekki einungis vís-
bending um hvernig greint er á milli, heldur móti þau beinlínis aðgrein-
ingarferlið. I tilteknu hugtaki getur til dæmis verið fólgin tvíhyggja.
Menn eru þá ýmist skilgreindir út ífá því hvort þeir eru eða eru ekki af
tilteknu tagi.3 Þannig hafa hugtök sem notuð eru til að skilgreina hópa
og gera mun á mönnum mótandi áhrif.
Því er ástæða til að kanna hvers konar hugtök hafa verið notuð um
hina. Þau gefa vísbendingu um það hvernig aðgreining hefur farið fram.
Ef gert er ráð fyrir því að sjálfsmynd getd verið margbrotin, að í henni
felist aðgreining á ýmsum sviðum, þá vaknar jafnframt upp spurning
hvaða þættir skipta máli fyrir mismunandi sjálfsmyndir. „Emísk sjálfs-
mynd“ er til að mynda annars konar en félagsleg eða kynferðisleg sjálfs-
mynd. Vitund um að tilheyra etnískum hópi er annars eðlis en til dæmis
stéttarvitund eða upplifun einstaklings á sjálfum sér sem kynveru, sem og
vitmnd um þau félagslegu hlutverk sem fylgja slíkri sjálfsmynd.
Að mati mannfræðinga hefur etnískur hópur viss einkenni. Hann end-
urnýjast sjálfkrafa (á sameiginlegan uppruna), á innri samskipti (tungu-
mál), deilir grunngildum (s.s. verklegri og andlegri menningu) og hefur
félagatal sem er flokkað - og greinir á milli þeirra sem eru innan hópsins
og utan - efdr tilteknu kerfi (bæði hvað varðar sjálfsmynd og hugmynd-
ir annarra um hópinn). Fyrst og fremst eru það þó pólitískir hagsmunir
og félagslegt skipulag sem skapa etnískan hóp.4 Hann afmarkast af sam-
kennd fremur en tilteknum menningarlegum eiginleikum. Slíkur hópur
afmarkar sig svo frá öðrum sem ekki deila sömu hagsmunum eða félags-
2 Victor Tumer, The Ritual Process: Structure and Anti-Structure, Chicago: Aldine,
1969, bls. 96-97, 131-33.
3 Reinhardt Koselleck, Vergangene Zukunft. Zur Sémantik geschichtlicher Zeiten (suhr-
kamp taschenbuch wissenschaft, 757), Frankfurt am Main: Suhrkamp, 1992 [1. út-
gáfa 1979], bls. 212.
4 Fredrik Barth, „Introduction“, Ethnic Groups and Boundaries. The Social Organization
of Culture Dijference, Björgvin: Universitetsforlaget, 1969, bls. 9-38 (einkum bls.
10-11,13-14).
46