Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Síða 51
VIÐ OG11IMK
skyldra mállýskna sem talaðar væru af einstökum þjóðum. Þannig tdl-
heyrðu rómönsk mál heild latínunnar og norræn mál þá væntanlega
armarri heild skyldra tungumála, ef ekki germönskum málum í heild.11
Oft segir þó frá löngum ferðalögum í sögum án þess að útskýrt sé hvern-
ig menn gátu gert sig skiljanlega á leiðinni. Lausn margra riddarasagna
er að láta hetjurnar ráða yfir mikilli og nánast ótrúlegri tungumálakunn-
áttu. Sagnamenn hafa tilhneigingu til að láta ekki hversdagsleg vandamál
trufla gang sögu en þetta tengist samt líka kristnum hugmyndum um
einingu heimsins þar sem tungumálavandi er yfirstiginn. Stundum virð-
ist þó samskiptavandinn vera óyfirstíganlegur. Hvers konar táknmál og
líkamstjáning skiptir þá máli í samskiptum við útlendinga. I Yngvars
sögu víðförla segir frá ferðum Sveins Yngvarssonar sem hittir einkenni-
legar þjóðir í Austurvegi:
Einn þeirra landsmanna hafði fjöður í hendi og rétti fjaðurstaf-
inn og síðar sjálfa fjöðrina. Þetta sýndist þeim friðarmark. Þá
gjörði Sveinn og friðarmark af sinni hendi. Síðan lögðu þeir að
landi en landsmenn flyktust saman undir einum hamri með
ýmsum kaupskap. Sveinn bað sína menn á land ganga og
keyptust þeir við og landsmenn, og skildu þó hvorigir hvað
aðrir mæltu.12
Sennilega er hér lýst háttum sem norrænir menn höfðu oft á í viðskipt-
um við þjóðir sem þeir gátu ekki mælt við. Slíkt kann að hafa verið títt,
þótt þess sé sjaldan getið.
Annað tungumál gat verið minni samskiptahindrun en aðrir siðir og
framandi útlit. I Hauksbók „segir frá margháttuðum þjóðum“ en svipað-
an kafla um „risaþjóðir“ er að finna í alfræðiriti Olafs Ormssonar frá lok-
um 14. aldar.1-’ Hinar margháttuðu þjóðir eru ólíkar okkur „bæði að vexti
og að eðli“, segir í Hauksbók. Furðuþjóðir af þessu tagi voru staðsettar í
fjarlægum löndum t.d. Indíalandi, Blálandi og Sithiu (Skýþíu eða Svíþjóð
11 Sbr. Gunnar Harðarson, „,AUs vér erum einnar tungu“. Um skyldleika ensku og ís-
lensku í fyrstu málfræðiritgerðinni“, Islenskt mál, 21 (1999), bls. 11-30 (bls. 15).
12 Ynguars saga víðfórla jámte ett bihang om Ingvarsinskrifterna (Samfrmd til udgivelse af
gammel nordisk litteratur, 39), útg. Emil Olson, Kaupmannahöfn, 1912, bls. 35, sjá
einnig bls. 39^-0.
13 Cod. mbr. AM. 194, 8vo, bls. 34—36; Hauksbók udgiven efter de amamagnæanske
hdndskrifter no. 371, 544 og 675, 4to samt forskellige papirshdndskrifter, útg. Eiríkur
Jónsson og Finnur Jónsson, Kaupmannahöfn, 1892-1896, bls. 165-67.
49