Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Síða 52
SVERRIR JAKOBSSON
hinni miklu). Svipaðar hugmyndir koma fram í formála Heimskringlu,
þar sem segir að Svíþjóð hin mikla sé byggð risum, dvergum, blámömi-
um og margs konar undarlegum þjóðmn. Myndir af furðuþjóðum í nátt-
úrufræðibókinni Physiologus benda til þess að þær hafi talist til furðu-
skepna fremur en manna.14 Útlitseinkenni ráða mestu um það en einnig
hegðun. Til dæmis eru svo kallaðir hundingjar „svo við menn sem ólrnir
hundar“.
Risaþjóðir byggðu endimörk heimsins, að því er segir í Stjórn: „I ut-
anverðri heimsins austurhálfu segist að margar sé skessulegar þjóðanna
ásjónur“ og oft er talað um skessulega ásýnd blámarma.151 íslenskum rit-
um kemur íyrir að blámenn séu ekki taldir með mennskum mönnum
heldur illum öndum.16 Iðulega er talað um blámenn, berserki, risa og
púka í sama vetfangi.
Þeir sem skrifað hafa um andúð á öðrum kynþáttum hafa mismmrandi
skoðanir á þeim forsendum sem liggi henni að baki. Annars vegar eru
þeir sem telja að sambúð ólíkra kynþátta valdi óhjákvæmilega árekstrum
en að fólk hafi minni áhyggjur af útliti fólks sem býr í fjarska og það hafi
því lítil samskipti við. Aðrir halda því hins vegar fram að náin sambúð
fólks af mismunandi kynþáttum dragi úr árekstrum kynþátta. Vissulega
eru til dæmi um hvorttveggja.
Rannsóknir á viðhorfum fornþjóða til blökkumanna (sem nefnast
blámenn í íslenskum miðaldaritum) styðja síðara viðhorfið. Enda þótt
Egyptar, Grikkir og Rómverjar hafi gert sér grein fyrir útlitseinkenn-
um svertingja og þeim sé víða lýst í máli og myndum er margt annað í
fari þeirra, til dæmis Núbíumanna, sem þótti merkilegra, svo sem færni
þeirra sem hermanna.17 Þessi afstaða kemur heim og saman við það
sem sjá má í lýsingum á þrælum í ítölskum borgríkjum miðalda. Þar er
14 Sjá AM 673 a I, 4to (Physiologus). Skiptar skoðanir voru um það á ntiðöldum hvort
eðli slíkra „villimanna" væri mannlegt eða dýrslegt, sbr. Richard Bernheimer, Wild
Men in the Middle Ages. A Stndy in Art, Sentiment, and Demonology, Cambridge,
Mass.: Harvard University Press, 1952, bls. 5-6.
15 Stjót-n. Gammelnorsk hibelhistorie fra verdens skabelse til det babyloniske fangenskab, útg.
Carl Rikard Unger, Christiania (Osló), 1862, bls. 79.
16 Postola sögnr. Legendariske fortællinger om apostlemes liv, deres kampfor kristendommens
udbredelse samt deres martyrdod, útg. Carl Rikard Unger, Christiania (Osió), 1874,
bls. 788.
17 Frank M. Snowden jr., Before Color Prejudice. The Ancient View of Blacks, Cantbridge,
Mass.: Harvard University Press, 1983, bls. 58.
5°