Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 58
SVERRTR JAKOBSSON
ir annað tímatal að. Hinir eru landnám íslands og lát Gissurar ísleifsson-
ar Skálholtsbiskups árið 1118. Þannig fær Olafur þá þegar mikilvæga
stöðu í fortíðarsýn lærðra Islendinga. Sjálfsmjmd Ara sem Islendings ein-
kennist annars vegar af ættarmetnaði og hins vegar virðingu hrir tiltekn-
um stofnunum, ekki síst kirkjunni og alþingi.
Islendingar Ara eru margþættur hópur þar sem máh skiptir hver er
Borgfirðingur, hver er Breiðfirðingur og hver kemm- úr Rangárhverfi.
Ari mtm einnig hafa átt þátt í ritun fyrstu gerðar af Landnámu en í þehn
gerðum Landnámu sem við þekkjum er stétt betri bænda (landnáms-
manna) tengd við fyrirmenn í Noregi og á BretJandseyjum. I hópi bænda
virðist því hafa verið forystustétt sem var lilutfallslega fámeim. Alls eru í
Landnámu neíndir rúmlega 400 landnámsmenn, eða aðeins mn 10% af
fjölda þingfararkaupsbænda árið 1097. Þetta er svipað hlutfall þingfarar-
kaupsbænda og átti að fylgja goðum á þing samla'æmt lögum og eldd er
ólrklegt að þetta Jilutfall vísi til forystumanna í hverri sveit.
Sumir landnámsmenn og sporgöngumenn þeirra höfðu þar að auki
sérstöðu. EfnissJdpan Landnámu miðast \ið fjórðunga. Helstu höfðingj-
ar í hverjum fjórðungi eru taldir upp eftir yfirferð um hvem fjórðung, en
einnig við lok ritsins og í Kristni sögu. A grundvelh slíkrar upptahiingar
má svo draga upp hsta yfir höfðingja við landnám, árin 930, 981 og 1118.
I þeirri upptalningu em að jafnaði 35-40 menn (8-10 í hverjmn fjórð-
ungi) án þess þó að minnst sé á goðorð. Sá fjöldi minnir samt óneitan-
lega á lagaákvæði í Grágás mn 36-39 goða sem áttu að sldpa dóma á
þingum.30 Bæði í lögum og Landnámu er því gert ráð fyrir því að fá-
mennm hópm höfðingja sé í forsvari fyrir hvem fjórðtmg. Hafa ber í
huga að höfðingjahstamir í Landnámu kunna að vera viðbót í yngri
gerðum hennar, t.d. Styrmisbók eða Stmlubók. A Jiinn bóginn er trúlegt
að í upphaflegri gerð Landnámu hafi verið taldir upp um 400 landnáms-
merrn. Ut ffá því má ætla að Landnáma hafi frá upphafi verið rituð út írá
hagsmunum öflugasta liluta bændastéttarinnar en óvíst mn hitt, hvort
goðorðsmenn eða helstu höfðingjar innan hvers fjórðungs hafa verið
taldir upp í ritinu þegar á 12. öld.31
I sltrifum Ara fróða og samtíðarmanna hans í Jderkastétt er engin tog-
30 Sbr. Gi'ágás, bls. 371, 400, 461.
31 Sjá t.d. Sveinbjörn Rafnsson, Sögngerð Landnámabókar. Uvi tslenska sagnaritun á 12.
og 13. öld (Ritsafn Sagnfræðistofnunar, 35), Reykjavík: Sagnffæðistofnun Háskóla
Islands, 2001, bls. 10.
56