Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Side 59
VIÐ OG HINIR
streita á milli klerklegra lista og stéttarvitundar þeirra sem goðorðs-
manna. Svo er ekki heldur hjá Snorra Sturlusyni (1179-1241) sem þó var
ekki prestlærður eins og Ari. Noregskonunga saga hans hefst á
heimslýsingu þar sem ættir íslenskra höfðingja eru raktar frá Oðni og sag-
an um tyrkneskan eða asískan uppruna íslenskra og norrænna íyrirmanna
hefur tekið á sig skýra mynd. Hin kaþólska heimsmynd skín út úr skrifum
Snorra, í bland við gamalgrónar hugmyndir um guðlegan uppruna nor-
rænna höfðingjaætta. I Heimskringlu og Snorra-Eddu er hún bakgrunn-
ur við sögu Noregskonunga, líkt og hún er í bakgrunni í Islendingabók
Ara íróða. Greinilegt er að sá sem ritaði formála Snorra-Eddu vissi hvar
miðja heimsins var og sú vitneskja er forsenda hugmyndarinnar um upp-
runa Noregskonunga og íslenskra skyldmenna þeirra í Týrklandi (eða
Litlu-Asíu).32 Ekki eru þó allir Islendingar komnir frá Oðni samkvæmt
þessari ættfærslu, heldur fýrst og fremst fósturfjölskylda sagnaritarans.
Upp úr miðri 13. öld breyta íslenskir lærdómsmenn um áherslur.
Sturla Þórðarson (1214—1284), lögmaður og bróðursonur Snorra, hefur
ekki aðeins ritað um upprrma íslendinga í Landnámu heldur einnig verk
um veraldarsögu, rímfræði og landaskipan. Þau fræði eru sjálfstæð hjá
honum, ekki aðeins bakgrunnur í sagnaritum. Alt hefur þetta verið sam-
tengt í huga hans og ljóst er af Islendingasögu að Sturla hefur verið fróð-
ur um klerklegar hstir - þær hafa verið inngróinn hluti af annarri fræða-
iðkun hans.
Um 1300 er að verki sá Islendingur sem hefur skilið eftir sig ríkuleg-
astar leifar um eigin heims- og sjálfsmynd, Haukur Erlendsson
(1264—1334) lögmaður. I Hauksbók er að finna yfirlit yfir landaskipan í
veröldinni og grundvallarheimildir um sögu hennar. Haukur gat, líkt og
þeir Ari og Snorri, rakið ættir sínar til Trójumanna og þaðan til sjálfs Ad-
ams. Hann var jafnframt sérstakur áhugamaður um uppruna norrænna
manna og er Hauksbók eitt elsta dæmið um ritun norrænnar fomaldar-
sögu, sem var þá að komast í tísku meðal skriflærðra. I Landnámabók
Hauks kemur fram að hann hefur áhuga á uppmna Islendinga og þá ekki
síst eigin heimabyggðar á Suðvesturlandi.33
32 Sbr. Edda Snorra Sturlnsonar, útg. Finnur Jónsson, Kaupmannahöfn, 1931, bls. 3.
33 Þaðan hefur hann sagnir um keltneska forfeður sem fóru fram hjá Sturlu en hann seg-
ir einnig ífá landnámsmönnum frá Norður-Noregi, líkt og Sturla. Sjá t.d. Jón Jóhann-
esson, GerðirLandnámabókar, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1941, bls. 189;
Helgi Guðmundsson, Um Kjalnesinga sögn. Nokkrar athuganir (Studia Islandica, 26),
Reykjavík: Heimspekideild Háskóla íslands, 1967, bls. 72-76.
57