Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Side 61
VIÐ OG HCNIR
kost að hætta kaupferðum ef þeim bauðst góð kona og jörð. Þar sem
menn áttu lönd voru þeir ekki útlendingar, hver sem uppruni þeirra var
að öðru leyti. A hinn bóginn höfum við dæmi um að þetta gekk ekki allt-
af svona auðveldlega. Þeir sem vildu vinna hylli gestgjafa sinna og ná í
heimasætuna þurftu að hætta ýmsu tdl. Einnig gat vinfengi við íslenska
höfðingja fahð í sér skuldbindingar, svo sem Hðsinni í bardögum.35
Aðlögun útlendinga að íslensku bændasamfélagi hefur gengið greið-
lega þegar þeir aðhyllmst svipuð gildi og voru ríkjandi á Islandi. A sama
hátt og heiðinn fyrirmaður gat notið samúðar í heimildum vegna þess að
hann aðhylltist í meginatriðum sömu riddaralegu gildin og íslenskir
fyrirmenn gat útlendingur sem hafði svipuð gildi og íslenskir bændur
orðið hluti af samfélagi þeirra. í hvorutveggja tilviki er um algildishyggju
að ræða sem ekki er sérstaklega þjóðhverf, a.m.k. er afar sjaldan getið um
kynlega hætti útlendinga sem settust að hér á landi.36 Andfélagsleg hegð-
un sumra údendinga er ekki raldn til þess að þeir séu öðruvísi í grund-
vallaratriðum.
Afargt bendir til þess að erlendir menn hafi haft allgóð tækifæri til að
laga sig að samfélagi á íslandi, einkum þeir sem komu ffá löndum nor-
rænna manna. Jafhvel þeir sem ekki fengu strax góða staðfestu áttu svip-
aða möguleika á að bjarga sér og innlendir menn. Hinn ókunni var ekki
endilega útlendmgur, hann gat líka komið úr öðru héraði. I upphafi 14.
aldar er þetta breytt, ísland orðið hluti af ríki Noregskonungs og bænd-
ur kvarta yfir norskum embættismöxmum, lærðum sem leikum.
Þegar litið er á bækur frá upphafi ritaldar á íslandi, þar sem fjallað er
um samfélög útd í löndum, kemur í ljós að þar skipta fáir þættir tiltölu-
lega miklu máh. Þrátt fyrir nokkra umfjöllun um „margháttaðar þjóðir“,
blámenn og skessuleg skrímsli, voru það ekki kynjaverur af því tagi sem
voru „hinir“ í veröld kristni. Hinir voru mun fremur heiðingjamir, þeir
sem ekki höfðu tekið kristrú. Islenskir klerkar trúðu því að kristnir menn
væru einsleitur hópur og þeir virðast hafa gert ráð fyrir því að heiðingj-
ar væru það Kka. Hugtakið heiðingi er mótað af tvíhyggju, sem eins kon-
ar ranghverfa á kristrú.
Flokkun manna í krisma og heiðna grundvallast á því að mörk á milli
55 Sverrir Jakobsson, „Útlendingar á íslandi á miðöldum“, Andvari. Nýr flokkur, 43
(2001), 36-51.
36 Þau fáu dæmi sem til eru um slíkt hafa iðulega verið oftúlkuð, sjá nánar Sverrir Jak-
obsson, „Útlendingar á Islandi á miðöldum“, bls. 47.
59