Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 67
KVENLEGAR ÁSÝNDIR RÓMÖNSKU AMERÍKU
þar riðið á vaðið. Hann þallar í skrifum sínum um það hvernig ímynd álf-
unnar var sköpuð af Evrópumönnum á tímum landvinninganna og
hvernig þessi mynd sé ekki einungis úr sér gengin heldur byggð á van-
þekkingu og skilningsleysi. Hann hvetur heimamenntaða fræðimenn til
að forðast að tileinka sér þau viðmið sem þessar ímyndir byggja á, því
forsenda þeirra sé að Suður-Ameríkumenn séu álitnir los otros - hinir,
aðrir, öðruvísi. Hann útskýrir að slík viðmið séu ótæk fyrir hugsuði tutt-
ugustu aldar og ítrekar að nægileg þekking og vitneskja sé til staðar
heima fyrir til að komast að raunsannari niðurstöðum. Hann áréttar enn
fremur að gott og almennt menntunarstig álfunnar tryggi að tímabært sé
að draga nýjar og endurskoðaðar ályktanir. I bók sinni Transculturación
nairativa en América Latina (1982) fjallar hann um stórborgarsamfélög
Rómönsku Ameríku sem ögrandi vettvang rannsókna á sviði sjálfsmynda
þjóða álfunnar. Hann leggur áherslu á að menningarlegur margbreyti-
leikinn sé ónýttur auður sem verði að kortleggja án samanburðar við fjar-
læga staði og menningar. I Ciudad letrada (1984) aðgreinir hann ábyrgð
stjómmála- og menntamanna og þallar ítarlega um hlutverk þeirra síð-
arnefndu sem máttarstólpa gagnrýninnar söguskoðunar. Rama sér
stjórnmálamenn álfunnar fyrir sér sem upplýsta framkvæmdamenn sem
nýta sér niðurstöður fræðimanna í þágu heildarinnar. Það var vegna þess-
ara róttæku skoðana sinna og ögrandi skrifa sem hann var gerður útlæg-
ur úr heimalandi sínu þegar herinn tók þar völdin árið 1973 og í kjölfar-
ið fluttist hann land úr landi, borg úr borg, skrifaði, hélt fyrirlestra og
flutti þrumandi ræður þar sem hann brýndi menntafólk álfunnar til dáða.
Rama sótti hugmyndir sínar víða, m.a. í smiðju kúbverska mannfræð-
ingsins Fernando Ortiz (1880-1969) sem um árabil hafði rannsakað sam-
búð ólíkra menningarsamfélaga álfunnar, ekki síst á eyjum Karíbahafs-
ins.4 Samkvæmt kenningum Ortiz höfðu öll þessi ólíku samfélög orðið
fyrir áhrifum hvert af öðru og eftir miðja tuttugustu öldina stóð ekkert
þeirra ómengað. Hann lagði áherslu á að svokölluð interculturación, eða
samblöndun menningarheima og fjölföldun millimenninga, ætti sér sí-
fellt stað og þráfalt yrðu til nýjar gerðir menningarsamfélaga, sem köll-
uðu á stöðuga uppstokkun og endurmat.5
4 I sirmi einföldustu mynd snúast þessar kenningar um sambýli hvítra, svartra og ind-
jána, en í sinni flóknustu um allan þann fjölda millimenningahópa sem orðið höfðu
til innan álfunnar í aldanna rás.
Til firekari upplýsinga um kenningar Ortiz sjá grein hans: „Del fenómeno social de
65