Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Síða 69
KVENLEGAR ÁSÝNDIR RÓMÖNSKU AMERÍKU
Áður en lengra er haldið er rétt að skoða uppruna þeirra lífseigu hug-
m\Tida um íbúa Rómönsku Ameríku sem nefndar voru hér að ofan, en
þær eiga upphaf sitt í frásögnum sæfara landafúndanna sem m.a. eru
skrásettar í leiðarbókum Kólumbusar.8 Þótt skrásetjaramir hafi lagt að-
aláherslu á væntanlega á\dnninga landafundaima er þar einnig að finna
athyghsverðar staðháttalýsingar og frásagnir af íbúum hinna fjölmörgu
eyja Karíbahafsins og fastalandsins þar í kring. I fyrstu kemur fram að;
„þetta fólk er blíðlynt og hræðslugjamt, nakið, vopnlaust og án laga.
Lönd þess era ákaflega firjósöm“ (bls. 53) og að;
[það] þekldr ekki stríð né annan djöfulsskap, menn og konur
ganga nakin eins og þegar þau komu í heiminn. Að vísu bera
konur baðmullardulur, nægjanlega stórar til að hylja sköp sín,
en heldur ekki meira. Þær era lítdllátar, ekki mjög svartar á hör-
und, nokkru Ijósari en íbúar Kanaríeyja. (bls. 56)
[...] þessar þjóðir hafa enga trú og ekki eru þeir [frumbyggjarn-
ir] heldur hjáguðadýrkendur, heldur miklu fremur einkar blíð-
lynt fólk sem þekkir ekkert böl, hvorki morð, þjófinað né vopn.
Og svo huglausir eru þessir indjánar, að hundrað þeirra flýja
undan einum af okkar mönnum, jafiivel þótt hann sé bara að
stríða þeim. (bls. 57)
Einu skráðu frásagnimar af fyrstu fundum fulltrúa gamla heimsins og
íbúa nýfundinna landa vestan Atlantshafsins segja söguna frá sjónarhóli
suður-evrópskra karlmanna sem aldrei efuðust um réttmæti eigin sjónar-
homs. Þegar þessar frásagnir berast til Spánar verða smám saman til í
Evrópu hugmyndir um íbúa Ameríku sem gjaffnilda og auðsveipa ein-
feldninga sem bjóða ffam auðæfi sín og mannauð, en síðar sem illvíga of-
beldisfulla trúleysingja sem nauðsynlegt var að brjóta undir vald Spánar-
konungs. Af þessum ffásögnum er einnig ljóst að konur og karlar voru
ekki htin sömu augum, e.t.v. ekki síst vegna þess að landkönnuðimir vom
kvenmannslausir á ferð og mjög í mun að skapa ímynd af frumbyggjun-
um sem samræmdist eigin framtíðarsýn og áætlunum Spánarkommgs um
8 Leiðarbœkur úrfyrstu siglingunni til Indíalanda 1492-1493, þýð. Sigurður Hjartarson-
ar, Reykjavík: Alál og menning, 1992. Sjá enn fremur rit Bartolomé de las Casas; Bre-
vísima relación de la destruccián de las Indias (1552) og margþýdd bréf Hemán Cortéz
um árásir Spánverja á veldi frumbyggja í Mexíkó og Mið-Ameríku.
67