Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 73
KVENLEGAR ÁSÝNDIR RÓMÖNSKU AMERÍKU
í mörg hundruð ár gerðu Spánverj-
ar tilraunir til að koma á fót samfélög-
um að eigin fyrirmynd í nýja heimin-
um og um leið og þeim tókst í mörgu
ætlunarverkið var Ameríka alltaf önn-
ur og ókunnug - hún var fjarlæg,
óstýrilát og kvenkyns.12 I kjölfar þess
að lönd álfunnar öðluðust sjálfstæði
um og upp úr 1820 fór allt atgervi
valdastéttarinnar í að byggja upp inn-
viði nýrra samfélaga. Þegar fram leið
voru efnahagsumbætur settar á oddinn
og á síðari hluta nítjándu aldar og fyrri
hluta þeirrar tuttugusm snérist við-
leitni til framfara um að beisla, temja
og þvinga náttúruna - þennan erfiða
andstæðing framfara og siðmenningar
- til undirgefni í nafni skipulegs land-
búnaðar og ræktunar. A sama tíma var
gerð tilraun til að temja ímynd konunnar og haldið var á lofti ímynd af
konu sem, samkvæmt evrópskri fyrirmynd millistéttarinnar, stóð við hlið
eiginmannsins og hélt sig til hlés jafhvel þótt á hana væri yrt. Með upp-
sett hár og barðastóran hatt, íklædd korseletti og dragsíðu pilsi sat hún í
flugnageri og hitamollu á verönd landeigandans og blakaði blævæng.13
Þessar konur er víða að finna í bókmenntum álfunnar frá nítjándu öld.
En þegar bókmenntir tuttugustu aldar eru hins vegar skoðaðar kemur í
ljós að þrátt fyrir viðleitni til að einskorða og temja ásýnd álfunnar í líki
kvenna skjóta sífellt upp kollinum ímyndir hinnar villtu, sjálfstæðu og
óbeisluðu konu sem brýst úr viðjum vanans og verður eins konar tákn
álfunnar - fjallkona Rómönsku Ameríku.
I mexíkósku byltingasögunni Lýðurinn efdr Mariano Azuela, sem fyrst
12 A spænsku er fjallað um la América, en la er ákveðinn greinir nafhorðs sem stendur
í kvenkyni.
13 Spænska ljóðskáldið Lope de Vega (1562-1635) skopast að ríkjandi viðhorfum til
kvenna þegar hann segir: „Hver er það sem kynnir Petrarca og Garcilaso fyrir kon-
um, þegar þeirra Virgil og Tasso er að vefa, þvo og sauma“. (jQuién la mete a la
mujer/con Petrarca y Garcilaso, /siendo su Virgilio y Tasso, / hilar, lavar y coser?)
sjá Obras completas, Madrid: Clásicos Castellanos, 1963, bls. 2-61.
71