Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Side 74
HOLMFREÐUR GARÐARSDOTTIR
kom út í framhaldssögufonni í Texas árið 1915 og svo í heild snini í Mex-
íkó árið 1925, birtast þessi átök með hvað skýrustum hætti.14 Eiginkona
söguhetjunnar, uppreisnarmannsins og indjánans Demetrío er eins og
konurnar sem landkönnuðirnir hittu þnst á ferðum sínum: „Hamr mundi
eftir líkama ungu konunnar sinnar, mildu línuntun í honum og hvað hún
var skelfrng efdrlát við eiginmanninn en ósigrandi og stolt við ókunn-
uga“ (bls. 124). En konurnar sem Demetrío kynnist síðar á orrustuvell-
inum, þær Camíla og la Pintada, eða Tildra eins og Guðbergur Bergsson
kallar hana í þýðingu sinni, eru fulltrúar annarra staðalmynda. Indjána-
stúlkan Camíla ferðast fótgangandi með herflokknum og hefur það hlut-
verk að þjóna félögunum; þvo af þeim, elda íyrir þá og gera að sárum
þeirra. I miðri borgarastyrjöld er hún gefin foringjanmn af manrú sem
ekkert vald hefur til að ráðstafa henni, en sem hún hafði sjálf rennt hýru
auga til. Blendingsstelpan Tildra geysist inn í söguna, klofrega og ber-
bakt á blökkum gæðingi, með hníf í pilsstrengnum, flaksandi hárið og
brennivínskút um öxl. Elún veit hvað hún vill og ædar sér stað við hlið
foringjans. Ef hlutirnir fara ekki að vilja hennar „verðm' hún æf og þrúm-
ar um kinnarnar“ (bls. 118). Smám saman eykst spennan í samskipmm
kvennanna sem báðar keppa um athygli byltingarhetjunnar Demetrío.
Camílu vegnar betur „en Tildra [verður] eins og sporðdreki“ (bls. 125).
Að lokum gerist það að;
Tildra renndi augunum í kringum sig. Allt gerðist með afar
snöggmn hætti: hún beygði sig niður, dró beitt og glampandi
hnífsblað úr sokknum við lærið og kastaði sér yfir Camílu.
Nístandi hróp heyrðist, síðan steinlá líkaminn og blóðið
spýttist úr honum. Tildra gekk fram, afhenti vopnið, spennti
brjóstið og lét handleggina síga. Hún segir við foringjaim [De-
metrío] „drepm mig“. Hann hóf upp blóðugan rýtinginn, en
honum sortnaði fýrir augum, hann hikaði og hörfaði eitt spor
aftur á bak. Farðu! ... og það strax! Enginn þorði að stöðva
hana. Hún gekk hægt á brott, þögul og drungaleg (bls. 133).
Tildra hverfur úr sögunni og lesandinn fær ekki að vita frekari deili á lífi
hennar eða örlögum. Hún er of ögrandi, ríllt og ótamin til að geta feng-
ið foringjann og til að öðlast sess í samfélaginu sem verið er að koma á
fót í Mexíkó. Hún rísar til frumaflanna, náttúrunnar og móður jarðar og
14 Lýðurinn, þýð. Guðbergur Bergsson, Reykjavík: Mál og menning, 1994.
72