Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 80
HOLMFRIÐUR GARÐARSD OTTIR
Hann laut yfir systur sína með sömu reiði og hefði þama verið
elskhugi eiginkonu hans og þreif hana upp úr rúminu, hratt
henni út ganginn, henti henni niður stigann og rak hana með of-
forsi á undan sér [...]. Esteban mddi úr sér allri ofsareiði hins
ófullnægða eiginmanns og [...] kallaði hana öllum ónefitum allt
frá karlkonu til hóm, ákærði hana fyrir að spilla eiginkonu sinni,
afvegaleiða hana með bhðuhótum piparmeyjar, að gera hana
brjálaða, annars hugar með slægðarbrögðum lesbuimar, að njóta
hennar í fjaiveru hans, að setja blett á nafn bama hans, heiður
hússins og minningu hinnar helgu móður þeirra. (bls. 133-134)
Stolt hans hefur beðið hnekki því tilvera kvennanna er óháð afskiptmn
hans. A sama tíma og veraldlegt vafstur hr. Tmeba á opinbemm vett-
vangi færir honum efnahagslega velsæld og póhtísk metorð, fjarlægist
hann konurnar í h'fi sínu og konu hans, systur og dóttur vex ásmegin í
eigin sjálfstæðisbaráttu. Þegar Alba, óskilgetið afla-æmi dóttur hans og
vinstrisinnaðs byltingarmanns, sækist eftir þekkingu og skilningi á póh-
tískum og samfélagslegum málefhum, er afanum nóg boðið og honmn
verður að orði: „þessi stelpa verður á endanum snargalin“ (bls. 268).
Sjálfstæði kvenpersóna Allende og uppreisn þeirra gegn gildum og
viðmiðum feðraveldisins gefur vísbendingu um samskipti karla og
kvenna í Rómönsku Ameríku tmdir lok síðustu aldar, þ\ í í síðastliðin
þrjátíu ár hafa konur í menntamannastétt urtnið ötullega að því að brjóta
upp staðalmyndir mn konur og um leið einfaldaða ímynd álfunnar svo
hún megi betur endurspegla samtíinann. Menningarlegur margbre\ri-
leikinn sem Angel Rama gerir að umtalsefni í skrifum sínum á nefhilega
ekki einungis við um karla og menningu þeirra heldur einnig um sér-
kenni kvenna - þótt kvenfrelsissinna síðustu áratuga hafi þurft til að
beina sjónum að sérstöðu þeirra. Imyndir álfunnar skapaðar af körlurn
mótuðu ásýnd álfunnar um aldir, en að undanförnu hafa verið gerðar til-
raunir til að stokka þær upp og endurnýja.
Argentínsku fræðikonurnar Nora Domínguez og Carmen Perilli gera
þessa baráttu menntakvenmanna að umtalsefhi í bók sinni Goðsögur um
kynin.26 Þær útskýra hvernig búið sé að einfalda svo ímynd Rómönsku
Ameríku og kvenkyns íbúa hennar að komið sé að femínískum fræði-
26 Bókin heitir Fábulas delgénero: Sexoy escrituras en América Latina á frummálinu. Ros-
ario: Beatriz Viterbo, 1998.
?8