Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 82
HÓLMFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR
önsku Ameríku samtímans getnr hvorki verið einlit eða tvílit heldur
verður hún að vera marght og fjölmenningarleg.2'
Domínguez og Perilli leggja áherslu á að við lok tuttugustu aldar megi
líkja nýrri ímynd íbúa álfunnar við bútasamnsteppi þar sem óvenju htrík
samsetningin nýtur sín til fullnustu. Mannsmyndin sem birtist - þessi ht-
ríki Frankenstein í kvenmannskroppi - segja þær,-verði þó aldrei neitt
annað en inannlegur tilbúningur, því staðalmynd sé í eðli sínu stöðnuð
og geti aldrei endurspeglað raunveruleikann eins og hann er. Hún er,
segja þær, tilbúin tálsýn sem nauðsynlegt er að endurskoða í sífellu svo
komast megi að niðurstöðu mn það hvernig einhver tiltekinn raunveru-
leiki er. Þær ítreka áb\Tgð kvenna á þvh að brjóta enn frekar upp ríkjandi
staðalmyndir um konuna og ímynd álfunnar svo skapa megi pláss fyrir
pólitískt virkar og sjálfstæðar konur sem gegna þar samfélagslegmn hlut-
verkum á eigin forsendum. En um leið og þúsmidir hafa svarað þessu
kalli virðast þær tilraunir mega sín lítils því samtímis breiðist orðstír rit-
höfunda eins og Paulo Coelho um heiminn og þau aldagömlu viðmið og
þær úr sér gengnu staðalmyndir sem hann heldur á lofti festa sig enn og
aftur í sessi. Maríu í Ellefu mínútur dreymir um að festa kaup á landskika
handa foreldrum sínum, standa ánægð við hlið heiðarlegs eiginmanns,
klæðast látlausum kjól og hemja sjálfviIjug dökkt lokkaflóðið. Asýnd
hennar fellm að steinrunninni ímvnd Rómönsku Ameríku frá því fyrr á
öldum og útgefendur, þýðendm og lesendm finna til notalegrar örygg-
iskenndar um leið og veröldin verður einhvern vegi nn viðráðanleg.
Margræðið víkm sæti og einföldunin blómstrar um leið og Rómanska
Ameríka verður aftur seiðandi en undirgefin, bljúg en ögrandi. Hana eins
og Maríu má beygja undir vald feðraveldisins.
11, Ángel Rama fjallar um þörf álfonnar íyTÍr upplýst samfélag í bók sinni La ríudad letr-
ada (Hanover: Ediciones del Norte, 1984) og leggur þar áherslu á hluwerk mennta-
mannsins við að fræða, upplýsa og greina samfélagið svo tryggja megi endurmat og
nauðsynlega uppstokkun. Femimskir fræðimenn álfnnnar eins og Jorgelina Cor-
batta í Feminismo y escritura femenina en Latinoamérica (Buenos Aires: Corregidor,
2002) og María Luisa Femenías í bókum sínum Sobre Sujetoy Género: Lecturasfem-
inistas desde Beauvoir a Butler (Buenos Aires: Catálogos, 2000) og Peiftles delfeminis-
mo Iberoamericano (Buenos Aires: Catálogos, 2002) stíga skrefi lengra og skrifa kon-
ur til þátttöku í þessu eilífðarverkefni að „endurhugsa söguna, arfleifðina, ffamtíðina
og þarfir okkar“ (repensar nuestra historia, nuestra herencia, nuestro futuro y nu-
estras necesidades, bls. 53).
8o