Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 88
ROSA MAGNUSDOTTIR
Gagnrýnendur sovétkerfisins víða nm heim sáu sér leik á borði þegar
fegnrn Mosk\mborgar komst á það stig að erlendum og innlendmn vam-
ingi, sem vanalega var ófáanlegur í borginni, var stillt upp í búðmn.
Þannig seldu blaðsölusjoppur borgarinnar í fyrsta skipti ýmis erlend blöð
og tímarit sem almennir sovéskir borgarar höfðu afar takmarkaðan að-
gang að. Auk þess lýstu átta hundruð þúsund nýar ljósaperur upp mið-
borgina og búðargluggar voru skrejTtir sovéskum neysluvörum sem
vanalega voru ófáanlegar og almennir borgarar gátu einungis látdð sig
dreyma mn að kaupa.16 Þó verður að b'ta til þess að það er alsiða að gefa
borgum andbtslyftingu þegar stórviðburðir á borð \ið heimsmótið eru
haldnir en nærtækasta dæmið um slíkar mnbætm- er eflaust skipulagiúng
Olympíuleika. Það sem fór fyrir brjóstið á gagnrýnendmn Mosk\mhrein-
gerningarinnar var að mönnrnn fannst yfirvöld ganga of langt í að svið-
setja sovéskan fyrirmyndarraunveru 1 eika sem stór hluti sovésks almenn-
ings kannaðist ekki við.
Hátíðin sjálf var glæsileg og dagskráin á við þykka símaskrá. Boðið
var upp á leiksýningar, íþróttasýningar og kynnisferðir en fundir sendi-
nefiida fengu mikið pláss - þar var um að ræða fundi landssendinefnda
og einnig voru sérhæfðar sendinefndir paraðar saman líkt og algengt var
í menningarstarfi í Sovétríkjunum. Þannig hittu skógræktarmenn aðra
áhugamenn og fagmenn um skógrækt, sjóinenn héldu fundi sem og rit-
höfundar og svo mætti lengi telja. Meðan á mótinu stóð voru einnig
haldnir íþróttaleikar í Mosk\m þar sem fræknustu íþróttamenn hverrar
sendinefndar kepptu í hinum ýmsu greinum. Fyrir hönd Islendinganna
keppti Gunnar Huseby í kúluvarpi og kringlukasti en flokkur manna
sýndi íslenska glímu.17 Islenska dagskráin var mjög þjóðleg en tæplega
30 manna kór söng íslensk lög imdir stjórn Guðmundar Norðdabls og
Þuríður Arnadóttir stýrði danshópi sem sýndi íslenska þjóðdansa. Und-
irbúningsnefndin hafði einnig leitað til Kvæðamarmafélagsins Iðunnar
sem tilnefndi Stefán Þengil Jónsson til að kveða rímur í Moskvu og þau
Hanna Bjarnadóttir og Ingólfur Þorkelsson sungu m.a. rímnatvísöngs-
lög. Einnig voru níu íslenskir listmálarar með verk á alþjóðlegri
sýningu, þrír íslenskir frímerkjasafnarar sýndu söfn sín og áfram mætti
16 The New York Times, 24. júlí 1957, bls. D2.
17 Þjóðviljiim, 14. júlí 1957, bls. 5. Islensku glímukapparnir voru þeir Sigurður Bnrnj-
ólfsson (stjórnandi), Bjarni Ásmundsson, Eysteinn Þort'aldsson, Grétar Sigurðsson,
Kristján O. Andrésson, Trausti Olafsson og Vigfús Guðbrandsson.
86