Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Síða 91
„DANSAÐ BSTSfAN KREMLARMÚRA“
inn stæði ekki undir væntingum - og fór þannig inn í port eða í göngu-
ferðir frá miðbænum tdl að skoða mannlífið í sinni fátæklegustu mjmd.
Islendingar voru skráðir í lögregluskýrslur vegna slíkrar hegðunar, ásamt
Hollendingum, en í rútuferð tdl Tushino mótmæltu sendinefndir þessara
landa skipulagðri ferð meðfram Moskvuá til að skoða flóðgáttdr en báðu
um að fá frekar að skoða byggingarffamkvæmdir í bænum og kynnast
híbýlum verkamanna. Bóninni var neitað en eins og áður sagði olli það
sovétyfirvöldum greinilega töluverðu hugarangri hversu mikinn áhuga
útlendingamir sýndu húsakostd og daglegu Kfi sovétborgara.30 Eftir að
hátfðinni lauk settu skipuleggjendur saman lista með þeim tuttugu
spumingum sem útlendingamir höfðu oftast spurt. Spurningarnar sner-
ust allar um daglegt hf og aðstæður í Moskvu, t.d. var mikið spurt um
húsnæði og afþreyingarmenningu í borginni: Hverxúg hafði bygging
húsa breyst eftir tuttugasta flokksþingið? Hversu mikið borgaði fólk fýrir
íbúðir? Af hverju vom íbúðablokkir í iðnaðarhverfum? Hversu mikið
kostaði bíll í Moskvu? Af hverju kostaði undirfamaður og kjólar svona
mikið í Moskvu? Hvað kostaði sjónvarpstæki og hvað vom mörg sjón-
vörp í Moskvu? Af hverju em svona fá kaffihús í Moskvu? Af hverju vinna
konur erfiðisvinnu í Sovétríkjunum?31
Húsakostur Moskvuborgar var auðsjáanlega mikið í umræðunni með-
an á heimsmótinu stóð og Magnús segir frá því að Islendingamir gátu
ekki hugsað sér að þurfa á sínu heimili að deila eldhúsi með öðmm eins
og tíðkaðist í félagsíbúðum og þeim fannst mörgum hart að sums staðar
þyrfti enn að sækja vatn í vatnspósta á götuhornum í MoskvuT Sovésk-
ir viðmælendur Magnúsar vom sjálfir ekki mjög hrifnir af húsakosti eða
aðstæðum yfirleitt í heimahögunum og þegar Magnús innti þá eftir því
sem þeim fýndist ábótavant í Sovétríkjunum var listinn nokkuð langur:
Þeir minntust á lélegan bíísakost, lágt kaup og hátt verðlag, góð-
ir skór kostuðu 600 rúblur eða mánaðarkaup verkamanns. Þá
sögðust þeir vilja frjálsar kosningar „eins og á Islandi.“ ... Þá
kváðust þeir einnig vilja fáfrelsi til að túlka skoðanir sínar, hvar
og hvenær sem væri ... leyfa innflutning á ýmsum vömm að
50 GA RF, f. R-9401, op. 2, d. 491,11. 289-91.
31 Skjalasaín félagasamtaka í Moskvu (áður skjalasafn Moskvndeildar Komrnúrusta-
flokksins, hér eftdr TsAODM), £ 4, op. 113, d. 23,1. 120.
32 Magnús Þórðarson, Mótið í Moskvu, bls. 49.
89