Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 96
RÓSA MAGNÚSDÓTTER
íþróttakempuxnar fengu mikið hrós og góður rómur var gerður að ís-
lensku gKmuköppunum sem og sýningu k\ikm}mdarinnar Sjómannalíf?:
Mikið var gert úr viðburðum þeim er Island vörðuðu, t.d. uppsetningu á
Silfurtúnglinu eftir Halldór Laxnessý4 og fundir milli sendinefiida voru að
sögn blaðsins „hinir gagnlegustu og skemmtilegustu“.3;’
Það er greinilegt í umþöllun flokksblaðanna að viðmælendur þeirra
voru úr hópi flokkshollra þátttakenda. Þannig birti Þjóðviljinn eingöngu
lof um hátíðina en Morgunblaðið hafði meiri áhuga á sögum Magnúsar
Þórðarsonar tun byggingar sem voru að hruni komnar og óánægju sov-
étborgara með aðstæður í heimalandinu. Hér má einnig hafa í huga að
skynjun og upplifun ferðamannsins er nær alltaf bundin hans eigin
stjórnmálaskoðunum, lífsgildum og þeim hugmyndum sem hami hefur
fyrirfram myndað sér um áfangastaðinnú6 Af þeim orsökuin eru
ferðalýsingar oftast betri heimild um hugarheim einstaklingsins sem þær
skrifar heldur en um raunverulegar aðstæður í því landi sem sótt er heim.
Þetta á sérstaklega vel við þegar umfjöllun fjölmiðla á Islandi er skoð-
uð, Islendingarnir voru velflestir sammála um skemmtanagildi ferðarinn-
ar og alúð fólksins sem þeir hittu en þegar þeir lögðu mat á aðstæður og
daglegt líf í Sovétríkjunum hafði hver og einn séð það sem hann vildi séð
hafa - en telja má öruggt að blöðin hafi valið sér heimildarmenn eftir þ\ú
hvar þeir stóðu í íslenskri pólitík og afstöðu til Sovétríkjanna. Viðmæl-
endur Þjóðviljans lögðu áherslu á að „geysilega miklu [hefði] verið kom-
ið í ffamkvæmd á skömmum tíma, þó að mörg verkefhi [væru] enn óleyst
og þölmargt óunnið“.57 Heimildamenn Morgunblaðsins voiu ekki svo
bjartsýnir á framtíð sósíalismans og lögðu meiri áherslu á fréttir af „lát-
lausum áróðri“ og notuðu atburðina í Ungverjalandi til að minna á hinn
raunverulega tilgang mótsins.58 Magnús Þórðarson sagði svo frá:
Bæði af undirbúningnum og framkvæmd mótsins, eins og síð-
ar kom í ljós, var greinilegt að gestgjafinn vildi ráða sem mestu
53 Þjóðviljinn, 9. ágúst 1957, bls. 8.
54 Sama heimild.
55 Þjóðviljinn, 21. ágúst 1957, bls. 6.
56 I greiningu sinni á því hvernig fjallað var um Islendinga í Vestur-Evrópu til loka 19.
aldar hefur Sumarliði Isleifsson lýst því hvemig framandi lönd nýtast sem spegill
fýrir eigin uppruna og þjóð. Sumarliði Isleifsson, Island fiwnandi land, Reykjavík:
Mál og menning, 1996, bls. 7-8.
57 Þjóðviljinn, 23. ágúst 1957, bls. 6.
58 Morgunblaðið, 17. ágúst 1957, bls. 7.
94