Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Side 97
„DANSAÐ INNAN KREMLARMÚRA"
um það, sem gestimir áttu að sjá og heyra. ... sannfæring mín
er sú, að Moskvubúar hafi orðið fyrir miklum og jákvæðum
áhrifum af kyrmum sínum ’vúð útlendinga, en hins vegar hafi
flestir gestanna snúið aftirr mun fróðari um ‘líf undir ráðstjóm’
og ekki allir neitt sérlega hrifnir. Þannig snerist áróðurinn í
höndum skipuleggjandans.59
Magnúsi þótti rejndar nóg um, „hvað rússneskir rmghngar höfðu mik-
inn áhuga á hinu lakasta úr menningu okkar“ og hafði greinilega sjálfnr
ekki mikinn áhuga á dægurlögum eða rokkdansi.60 Sjálfur lagði Magnús
sig fram um að spjalla við sovétborgara og sú niðurstaða hans að
,,[k]læðaburður gestanna og frjálsleg framkoma skipti einhverju máh ...
en aðalárangur mótsins vora samt áhrif af samtölum“ er í samræmi við
frásagnir sovétmanna af rnótinu.61
Samtímamerm hafa almennt talað um hversu mikil umskipti á hegðun
og menningu ungs fólks urðu í kjölfar heimsmótsins. Ljóðskáldið Jevg-
ení Jertúshenko hefur til dæmis lýst því hvemig „sósíalískar varir hans
mættu kapítahskum vörum“ þegar hann kyssti ameríska stúlku á götum
Moskvu meðan á hátíðinni stóð og hann „braut allar reglur kalda stríðs-
ins“.62 Upplifon Je\túshenkos og skynjun lögreglu á lauslæti ungmerma
á hátíðinni gefur til kynna að kossaflens og kelerí hafi verið töluvert
meðal ungmennanna. Aleksej Kozlov, tónlistarmaður, segir í ævisögu
sinni frá því að fram að hátíðinni hafi tregða, lömun og ótti ráðið ríkjum
í samfélaginu þrátt fyrir að Stalíntíminn væri fiðinn undir lok. Mótið hafi
haft varanleg áhrif á ungmennin, og ekki einungis tísku þeirra og menn-
ingu, heldur einnig hegðun og lifhaðarhætti: „Að mínu mati,“ segir
Kozlov í ævisögu sinni, „markaði mótið í Moskvu upphafið að gjaldþroti
sovétkerfisins.“63
Þetta var í fyrsta skipti sem jámtjaldi kalda stríðsins var lyft og forvitn-
in var mikil. Sovésk ungmenni vora sérstaklega heilluð af menningu og
tísku „kapítahsku landanna“ og föt, snyrtivörur, armbandsúr og nælon-
59 Magnús Þórðarson, Mótið íMoskvu, bls. 14.
60 Sama heimild, bls. 57.
61 Magnús Þórðarson, Mótið íMoskvu, bls. 77.
62 Sjá 14. þátt í þáttaröð CNN um kalda stríðið: „Red Spring: The Sixties.“ Handrit
þáttarins er að finna á veraldarvefnum: http://tv«rw.hfin.gsehd.gwu.edti/~nsarchiv/
coldwar/interviews/ episode-1 4/yevtushenko 1 .html.
63 Aleksej Kozlov, „Kozjol na sakse“, bls. 100 og 113.
95