Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 99
„DANSAÐ INNAN KREMLARM ÚRA“
Ekki er um að villast að tekið var efdr íslendingunum og þeir höfðu
að minnsta kosti áhrif á þá sem þeir ræddu við og þá sem dönsuðu við ís-
lenskan djass í Moskvu. Mótið í Moskvu var sérstaklega mikilvægt fyrir
íslendinga því þar fengu fjölmargir tækifæri til að heimsækja Sovétríkin,
land sem var alltaf í umræðunni en var engu að síður sveipað dulúðugum
ljóma. Sovétríkin voru lítt þekkt á Islandi nema í gegnum nokkrar
ferðalýsingar og áróður vinstri manna svo segja má að margir íslending-
ar hafi haft skoðun á Sovétríkjunum en fáir þekkingu á landinu umfram
kennisetningar kommúnismans.
Þeir eru ófáir sem halda því ffam að Bandaríkjamenn hafi unnið kalda
stríðið og að þar hafi svokölluð „mjúk vopn“ skipt sköpum. Rokk og ról
og nælonsokkabuxur hafi verið íbútun Sovétríkjanna og Austur-Evrópu
svo ómótstæðileg að skortur á neysluvamingi og frjálsri alþýðumenningu
hafi endanlega orðið til þess að veldi kommúnista riðaði til falls.69 Hér
hefur ekki verið farið djúpt í slíkar kenningar en því gerð skil hvemig
Sovétmenn leituðust við að hafa stjórn á því hvernig heimsmótið fór
fram, enda greinilegt að skipuleggjendur höfðu miklar áhyggjur af því að
stór hópur útlendinga myndi spilla sovéskum ungmennum um of með
neysluvamingi og djassi. Gagnkvæm viðkynning og ferðalög, oftast með
því móti að sendinefndir skiptust á heimsóknum, vom þó eitt allra mik-
ilvægasta vopnið í menningarbaráttu stórveldanna enda þótt ekki hafi
upplifun þátttakendanna alltaf verið á þann veg sem vonast hafði verið til
af skipuleggjendum slíkra stefnumóta. Heimsmótið bauð vissulega upp á
þann möguleika, að „kynnast Kfi og hugsunarhætti hver annars og njóta
unaðar sem því er samfara að læra að skilja og virða ólíkar menníngar-
stefnur og mismunandi þjóðerniseinkenni“.'° Upplifun Islendinganna
gefur til kynna að þeir hafi sóst efdr því að „kynnast lífi og hugsunar-
hætti“ sovétborgara en lýsingar Magnúsar Þórðarsonar sýna að eflaust
vom margir sem þráuðust við að „skilja ólíkar menníngarstefiiur“ og leit-
uðu frekar staðfestinga á fýrirfram mynduðum skoðunum.
Ekki verður htið ffam hjá því að sovésk stjórnvöld leituðust við að
vik: Fróði, 1993, bls. 104. Lagið er efdr Vasilij Solovev-Sedoi en texti er eftir Mik-
hail Matusovskij. „Nótt í Moskvu“, líka kallað „Kvöld í Moskvu", er einnig þekkt á
Islandi í flutningi Ragnars Bjamasonar.
69 Sjá t.d. Timothy W. Ryback, Rock Around the Bloc: A History ofRock Music in Eastem
Europe and the Soviet Union, New York og Oxford: Oxford University Press, 1990.
70 Þjóðviljinn, 19. júlí 1957, bls. 1.
97