Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 109
ISLENSKA OG ENSKA
þessum spumingum tengd félagslegum breytum, svo sem aldri, kyni,
tekjum og búsetu, eins og nánar er lýst hér á eftir.
Aður en við snúum okkur að því að skoða niðurstöðurnar er rétt að slá
örlitla varnagla um eðli þeirra spuminga sem spurt er í könnuninni og
hvaða lærdóma megi draga af þeim. Hafa ber í huga að símakönnun veit-
ir takmarkaða innsýn. Ekki gefst færi á að skyggnast á bak við viðbrögð
viðmælendanna, og þess vegna verður að gæta hófs í ályktunum um
raunverulegar ástæður fýrir svörunum eða um hugsanagang viðmælend-
anna. Spumingar í svona könnun þurfa að vera einfaldar og gefa færi á
einföldum svörum sem auðvelt er að meta tölfræðilega. Könnunin er
megindleg (kvantitatív), frekar en eigindleg (kvalítatív). Hún kannar
„magn“ einfaldra breytna, en gerir Htla tiEaun til að kafa dýpra í „eðli“
hlutanna eða hvað liggur á bak við skoðanirnar og viðbrögðin við spum-
ingunum. En til að afmarka efnið og gera umræðuna markvissari mun ég
einkum beina sjónum að þremm atriðum. I fýrsta lagi er auðvitað fróð-
legt að sjá einfaldlega hversu fyrirferðarmikil enskan er í daglegu lífi Is-
lendinga og hvað mönnum finnst um þær aðstæður. I öðm lagi snúast
spumingamar um skoðanir viðmælendanna á því hvort notuð séu of
mörg ensk orð og hvort búa eigi til nýyrði, og í þriðja lagi er spurt um
orðanotkun og hugsanleg áhrif á form málsins. I urnfjölluninm hér á eft-
ir verðm tekið mið af þessari þrískiptingu og til hægðarauka talað um
umdæmisspumingar, þ.e. spumingar um umdæmi enskunnar við hhð
íslensku (3.1), formræktarspumingar, þ.e. spmningar um álit á því
hvort huga eigi að formi málsins, t.d. með því að forðast tökuorð (3.2),
og orðnotktmarspumingar, þ.e. spurningar sem tengjast viðgangi orða
og raunverulegri notkun þeirra (3.3).
3.1 Umdæmisspurningar: fyrirferð enskunnar
Könntmin sýndi að um það bil helmingur íslensku þátttakendanna
hafði notað ensku flesta daga eða oft á dag í vikunni á undan, 33%
höfðu notað ensku einu sinni eða minna, og einungis fjórðungur hafði
ekki haft nein not fýrir ensku (Viðauki 1,=V1). Flestir þeirra 599 sem
höfðu notað ensku höfðu lesið bækur (57%), 51% þessa hóps hafði tal-
að ensku í vinnunni og 44% höfðu skrifað ensku í Hnnunni. Þriðjung-
ur hafði talað ensku í frítíma, en 23% höfðu skrifað ensku í frítíma sín-
um. Þessi enskunotkun er meiri en hjá öðmm Norðurlandabúum eins
og sjá má á mynd 1 (sjá næstu síðu).