Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 119
ISLENSKA OG ENSKA
kemur á sinn hátt heim \dð það að konur eru hallari undir þetta orð en
karlar. Hugsanlegt er þó að aðrir þættir spili hér inn, svo sem stílgildi eða
málsnið. Þar sem spurt var munnlega barst ritháttur ekki í tal, og vera
kann að menn noti orðið tölvupóstur í rituðu máli þótt þeir noti ímeil eða
meil í tali. Það er með öðrum orðum möguleiki að orðin tvö hafi ekki
sama stílgildi. Kannski er það hluti af stfl hinna ungu að nota óformlega
valkosti eða slettur (sbr. það að 8% yngsta aldurshópsins nota bodyguard)
og hugsanlegt er að þeir breyti til þegar þeir eldast.
Við sjáum að könnunin sýnir allvíðtækan mun milh aldurshópa í notk-
tm á ensku og að afstaða til ensku og enskunotkunar er einnig kynslóða-
bundin. Yngri kynslóðimar nota meiri ensku og nota frekar enska orðið
e-mail en hinir eldri. Ekki er þó munur á kynslóðum í bóklestri á ensku
né heldur varðandi tal í frítíma. Yngri hópamir hafa síður áhyggjnr af því
að notuð séu of mörg ensk orð og þeir era ekki eins fylgjandi því og þeir
eldri að búa beri til ný íslensk orð. Einnig era þeir yngri síður andvígir
því að enska verði vinnumál í íslenskum fyrirtækjum. Það er sem sé
greinilegur kynslóðamunur, þótt tengslin við aldur séu ekki alltaf línuleg;
í tveimur tilvikum hafa þeir elstu og þeir yngstu svipaða afstöðu, þ.e.a.s.
þeir em jákvæðari (réttara sagt minna neikvæðir) gagnvart ensku sem
heimsmáli og einnig jákvæðari gagnvart notkun á daglegu máh í út-
varpi.22
4.3 Tekjur
Fjórir hópar vom skilgreindir efdr fjölskyldutekjum, þannig að í þeim
lægsta vom tekjumar fyrir neðan 250 þúsund krómrr á mánuði, næsti
hópur hafði 2 5 0-400 þúsund, síðan 400-5 5 0 og í hæsta hópnum vora þeir
sem tdlheyrðu fjölskyldum sem höfðu tekjur yfir 550 þúsund kr. á mánuði.
Greinilegur og vel marktækur munur er á enskunotkun eftir tekjum
(VI6). 42% af þeim tekjulægstu hafa alls ekki notað ensku og einungis
15% hafa notað hana oft á dag, en hjá þeim tekjuhærri snýst þetta við,
þannig að 15% hafa ahs ekki notað ensku, en meira en 40% hafa notað
ensku oft á dag.
22 Því er stundum haldið fram að yngsta og elsta fóUáð séu þeir aldurshópar sem eru
undir minnstum félagslegum þrýstingi í samfélaginu og finni þannig til minni
ábyrgðar gagnvart eigin málnotkun og þá e.t.v. samfélagsins í heild (sbr. t.d. J.K.
Chambers og Peter Trudgill, Dialectology, Cambridge: Cambridge University Press
1980, bls. 91—94). Það má láta sér detta í hug að þessir þættir hafi hér áhrif, en óvar-
legt er að fullyrða mikið um það út frá þessum upplýsingum.
íl7