Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 121
ÍSLENSKA OG ENSKA
tekjuhópa þegar spurt er hvort menn noti orðin e-mail eða tölvupóstur, en
hér er ekki beint samband við launaskalann, því hinir tekjulægstu og hin-
ir tekjuhæstu eru þjóðlegastir.
4.4 Meuntun
I könnuninni var greint milli þögurra hópa eftir mermtun. I fyrsta hópn-
um eru þeir sem einungis hafa lokið grunnskólaprófi (166 manns) og í
öðrum hópnum þeir sem hafa grunnskólapróf og framhaldsmenntun án
þess að hafa lokið stúdentsprófi (235 einstaklingar). I næsta hópi eru þeir
sem hafa lokið stúdentsprófi (162 einstaklingar) og síðasti hópurinn hef-
ur stundað framhaldsnám efdr menntaskóla (211 einstaklingar).
Almennt má segja að þeir sem hafa mikla menntun noti meiri ensku en
hinir sem hafa minni menntun (V20). Ekki er þó alveg einfalt að túlka
tölumar. Þeir sem hafa minnsta menntun hafa talsverða þörf fyrir ensku
í vinnu og námi, en þeir sem hafa mesta menntun nota ensku mest til að
lesa bækur og greinar (V21). Ef til vill má túlka þetta svo að enska gegni
veigamiklu hlutverki í atvinnulífinu, jafiivel á þeim sviðum sem ekki
kreþast mikillar mermtunar að öðru leyti, og einnig í skólastarfi, enda
þótt misjafiit geti verið hversu vel menn eru í stakk búnir til að nota
hana. Hinir tekjuhærri virðast hins vegar nota ensku til ffekara náms og
í menningarskyni.
Þegar spurt er um ensku sem móðurmál allra eru menn neikvæðari
eftir því sem þeir hafa meiri menntun (V22). Hins vegar eru ekki mark-
tæk vensl milli menntunar og viðbragða við spumingunni um það hvort
enska eigi að vera vinnumál í íslenskum fyrirtækjum.
Marktækur munur er á menntunarhópum, þegar spurt er hvort of
mörg ensk orð séu notuð í nútímaíslensku. En hér eru það ekki þeir sem
hafa minnsta menntun sem eru neikvæðastir gagnvart enskum orðum,
heldur hópur númer tvö, þeir sem hafa grunnskólapróf og eitthvert
framhaldsnám, annað en stúdentspróf eða háskólamenntun (V23). E.t.v.
ber svo að skilja að þessi hópur sé sá sem ekki hefur eða stefnir á háskóla-
menntun, þ.e. verkafólk með starfsmenntun og iðnaðarmenn. Þegar
spurt er hvort búa eigi til íslensk orð, þá kemur í Ijós að eftir því sem
menntunin er meiri telja menn minni ástæðu til að búa til íslensk orð
(V24). Menn eru hins vegar neikvæðari gagnvart daglegu máli í útvarpi
efrir því sem menntun þeirra er meiri (V25).
Þegar spurt er um notkun innlendra nýyrða eða tökuorða má sjá að