Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2005, Page 127
ISLENSKA OG ENSKA
þvingaðir af efnahagslegum ástæðum til að nota ensku. Eins og sjá má af
Töflu 1, bls. 113 eru langflestir neikvæðir gagnvart þeirri hugmynd að
enska verði tdnnumál í íslenskum fyrirtækjum, og þetta á líka við um þá
sem nota ensku oft á dag í vinnu eða námi.
Fróðlegt væri að kanna nánar af hverju menn eru á móti enskunotkun
á vinnustöðunum. Spurningin var orðuð á einfaldan hátt í skoðanakönn-
uninni: „Hvert er viðhorf þitt til þess að vinnumálið í íslensku fyrirtæki
eða stofnun væri enska?“ Hugsanlegt er að fólk svari á mismunandi for-
sendum. Vera kann að einhverjir hafi í huga hagsmuni samfélagsins alls,
þ.e. þeir telji e.t.v. að það sé óæskilegt frá sjónarmiði samfélagsins að
þetta verði svo, enda þótt þeir hefðu persónulega ekkert á móti því að
vinna í ensku umhverfi og verða þannig betri í ensku. Menn geta þannig
verið jákvæðir gagnvart ensku á persónulegum forsendum, þótt þeir hafi
áhyggjur af hugsanlegum afleiðingum fyrir samfélagið sem heild. I rann-
sókn Hönnu Oladóttur, sem áður er minnst á, eru menn spurðir í þaula
í svokölluðum „grunnviðtölum“ (,,djúpviðtölum“). Þar kemur fram að
afstaða einstaklinga til ensku gagnvart íslensku er flókin og jafnvel mót-
sagnakennd á köflum. Togast geta á tákngildissjónarmið íslensku sem
máls Islendinga og hagnýt sjónarmið sem hugsanlega mæla með ensk-
unotkun og frjálslegri málnotkun en „ströngustu“ málnotkunarviðmið
segja til um.28
Skoðanakörmunin sýnir að greinilegt samhengi er milh tekna og
enskunotkunar. Þeir tekjuhærri nota meiri ensku, eða öfugt, þeir sem
nota ensku fá hærri laun. I því ljósi má spyrja hvort efhahagslegar og fé-
lagslegar aðstæður á Islandi séu þær að meiri ástæða sé fyrir fólk að leggja
sig eftir enskukunnáttu en íslenskukunnáttu og hvetja börn sín frekar til
enskunáms en íslenskunáms, af því að enskan skih meiru í aðra hönd en
móðurmáhð. Þetta kann svo að endurspeglast í aukinni áherslu á ensku-
kennslu í skólakerfinu. Við því er að búast að þess konar hvatir eigi eftir
að togast á við þá hefð að rækta eigi og efla íslenska tungu.
Eitt af því sem kann hér að hafa áhrif er ímynd íslendinga og hug-
myndir þeirra um sjálfa sig sem einstaklinga og þjóð. Er góð enskukunn-
átta orðin sjálfsögð sem ímynd hins djarfa „nútímavíkings“? Fróðlegt er
að geta þess að viðmælendur í könnun Hönnu Oladóttur töldu að það
væri nauðsynlegt að íslenskir stjómmálamenn kynnu góða ensku, svo
28 Sjá t.d. Pizza eða flatbaka, bls. 176 o.áfr.
I25